Þorsteinn Ólafs löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna glæsilegt 188,7 fm endaraðhús á tveimur hæðum með bílskúr við Jarpstjörn 11 í Reykjavík. Frábær staðsetning, glæsileg fjallasýn - útivist og náttúra í næsta nágrenni. Húsið er innréttað á afar fallegan hátt, vel skipulagt og var afhent fullbúið í október 2023. Innangengt er í bílskúr frá íbúð.
Eignin samanstendur af íbúð 73 fm og bílskúr 24,5 fm á jarðhæð og íbúð 91,2 fm á efri hæð ásamt 4 fm svölum. Birt flatarmál séreignar er 188,7 fm.
Hér má eignina í 3D:
Húsið er einangrað og klætt að utan með vandaðri álklæðningu. Ál/timburgluggar og hurðir. Svalir viðarklæddar með stálhandriði. Pallur í lokuðum garði við útgang úr stofu. Möguleiki að koma fyrir heitum potti á palli. Lóðin er hellulögð fyrir framan hús. Burðarvirki er timbur og þökin klædd með bárustáli. Frábær staðsetning, stutt í skóla, sund, íþróttastarf og ýmsa aðra þjónustu. Neðri hæð:Við inngang í húsið er komið inn í flísalagt, bjart og rúmgott anddyri með miklu skápaplássi.
Úr anddyri er innangengt í bílskúr, vinnuherbergi og gestasnyrtingu.
Opið alrými eldhúss og stofu með L laga innréttingu og stofu með gólfsíðum gluggum.
Frá stofu er útgengt á trépall í garði sem sný í suður. Möguleiki er á að koma þar fyrir heitum potti.
Innréttingar í eldhúsi eru frá Parka með AEG aukabúnaði, kæliskáp og frysti, uppþvottavél, auka ofni og qarts steinsborðplötum.
Ljósar 60 x 60 cm gólfflísar eru á bílskúr, anddyri og snyrtingum.
Ljóst harðparket frá Parka er á alrými og efri hæð. Hvítar innihurðar eru frá Parka.
Innfeld halogen ljós eru í öllum aðalrýmum. Veggir og loft er málað í ljósum lit.
Vandaður teppalagður stigi og stigahandrið á milli hæða.
Efri hæð:Fjögur rúmgóð svefnherbergi með mikilli lofthæð. Fataskápar frá Parka eru í öllum herbergjum.
Hol er rúmgott þar sem útgengt er á svalir með fallegri fjallasýn.
Baðherbergi er flísalagt að hluta með góðri snyrtiaðstöðu og sturtu.
Þvottahús er rúmgott með góðu skápaplássi og getur einnig nýst sem geymsla.
Myndavéladyrasími.
Aukabúnaður sem eigandi hefur bætt við eignina frá því hann fékk húsið afhent frá byggingaraðila í október 2023:
Ullarteppi á stiga frá Álfaborg.
Vandaðar gardínur frá Álnabæ.
Sérsmíðaðir efri skápar frá Parka á baðherbergi.
Hurð á sturtuklefa sem Íspan sá um.
Uppsetning trégirðingar á lóðinni.
Allar upplýsingar veitir Þorsteinn Ólafs löggiltur fasteignasali - to@remax.is - sími 842-2212.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.