Fasteignasalan Hvammur - 466-1600 - kaupa@kaupa.is
Stapasíða 3 - Einbýlishús á tveimur hæðum með sambyggðum bílskúr og útleiguíbúð á neðri hæð í Síðuhverfi, heildarstærð 335,7 m².
- Íbúð á neðri hæð, sem hefur verið endurnýjuð og er í útleigu. Flest húsgögn í þeirri íbúð fylgt með við sölu - góðir tekjumöguleikar
- Eignin er þónokkuð endurnýjuð; flest gólfefni, innihurðar, útidyrahurðar og innréttingar hafa verið endurnýjuð á sl. 5-15 árunum.
- Steypt bílaplan fyrir framan hús.
- Virðulegt hús á góðum stað - leik- og grunnskólar í göngufæri.
Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
- 4-5 herbergja íbúð á aðalhæð hússins sem skiptist svo: eldhús, stofa, sjónvarpsshol, baðherbergi, forstofa, snyrting, þrjú svefnherbergi, þvottahús og bakdyrainngangur. Einnig fylgir stórt tómstundaherbergi í kjallara, geymsla í kjallara og bílskúr.
- um 80 m² 2ja herbergja íbúð í kjallara sem skiptist svo: eldhús, stofa, svefnherbergi, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og forstofa.
Nánari lýsing á efri hæð:
Eldhús var endurnýjað árið 2008. Sérsmíðuð innrétting frá Ými úr hvíttaðri eik með innbyggðum ísskáp, bakaraofni í vinnuhæð, stæði fyrir uppþvottavél og gashelluborð. Flísar á milli skápa og gott skápapláss í innréttingu. Nýlegt harðparket á gólfi.
Stofa er mjög rúmgóð og er loftið tekið upp. Nýlegt harðparket á gólfi og stórir gluggar. Úr stofu er gengið út á timburverönd með heitum potti.
Sjónvarpsholið er opið rými með harðparketi á gólfi en búið er að opna milli stofu og sjónvarpshols. Möguleiki er á að útbúa fjórða svefnherbergið úr sjónvarpsholinu.
Baðherbergi var endurnýjað um 2005 og er flísalagt í hólf og gólf. Þar er eikarinnrétting, upphengt wc, handklæðaofn, tveggja manna setbaðkar og flísalagður sturtuklefi. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu og vélrænt útsog.
Forstofa er með nýlegu harðparketi á gólfi. Inn af forstofu er snyrting. Þar einnig harðparket á gólfi, nýleg hvít innrétting og upphengt wc.
Hjónaherbergi er rúmgott með stórum nýlegum fataskáp frá ikea. Viðarparket er á gólfi. Hurð er úr hjónaherberginu út á timburveröndina.
Tvö barnaherbergi sem eru bæði með viðarparketi á gólfi. Fataskápur er í öðru herberginu.
Bakdyrainngangur er inn af eldhúsi og þar eru flísar á gólfi og nýlegur fataskápur.
Þvottahús er inn af bakdyrainngangi. Þar er lakkað gólf og innrétting frá HTH. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara er í vinnuhæð. Úr þvottahúsi er lúga og stigi niður á neðri hæðina en einnig er hægt að fara inn um inngang á neðri hæð.
Bílskúr er skráður 35,7 m² að stærð. Hann er kynntur með affalli af húsinu en þar er bæði heitt og kalt vatn. Nýleg rafdrifin innkeyrsluhurð.
Nánari lýsing á neðri hæð:
Tómstundaherbergi/geymsla á neðri hæð er um 40 m² rými með lökkuðu gólfi. Lofthæð er um 2,25m
Geymsla með lökkuðu gólfi og hillum á veggjum.
Nánari lýsing á útleiguíbúð í kjallara:
Forstofa er sameiginleg og þar er vínylparket á gólfi. Úr forstofunni er innangengt í útleiguíbúð á neðri hæð, sem og geymslu og tómstundarými sem efri hæð nýtir.
Í eldhúsi er eldri viðarinnrétting með hvítri bekkplötu og parketi milli skápa. Vínylparket á gólfi.
Stofan er rúmgóð, með vínylparketi á gólfi.
Svefnherbergi er með vínylparketi á gólfi og lausum fataskáp.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað. Þar er nýleg ikea innrétting, upphengt wc, walk-in sturta og tengi fyrir þvottavél. Vínylparket á gólfi.
Annað:
- Rúmgóð timburverönd með heitum potti (hitaveituskel)
- Drenað hefur verið frá aðalinngangi hússins, meðfram suður- og vesturhlið hússins og að bílskúrnum. Sett upp brunndæla.
- Stór og skemmtilegur garður
- Möguleiki er á að opna á milli hæða.
- Frábær staðsetning í fjölskylduhverfi þar sem stutt er í grunn- og leikskóla
- Þriggja fasa rafmagn og rafhleðslustöð
- Fasteignamat 2025 er kr. 117.150.000.-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.