STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Bjart og snyrtilegt 3ja herbergja 96,6 fm raðhús á einni hæð með aukinni lofthæð, gólfsíðum gluggum og stæði í bílageymslu. Ljósahönnuður skipulagði lýsingu og ljósafyrirkomulag í heildarrýminu fyrir utan minna herbergi. Eldhús endurnýjað 2021 og gardínur úr Álnabæ. Útgengt á lokaða verönd.
Gott aðgengi er að húsinu og er snjóbræðsla í hellulögn. Í miðju íbúakjarnans er samkomuhús sem er í eigu íbúanna sjálfra, þar hafa eigendur aðgang að vel búnum veilsusal, kaffistofu og samverustað.
Íbúð er 89,3 fm (merkt 01-0103) og geymsla er 7,3 fm (merkt 11-0041) samtals er eignin skráð 96,6 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s. 690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.is ogHallveig Jónsdóttir, Nemi í löggildingu, í síma 699-0496, netfang hallveig@stofnfasteignasala.isForstofa er með flísum á gólfi og skápum.
Hol er parket á gólfi.
Stofa er með parket á gólfi og þaðan er útgengt á lokaðan vesturpall með hliði, ásamt litlum skúr.
Eldhús er með parketi á gólfi, hvítri innréttingu úr Fríform með granítplötu á borði, flísar á einum vegg og gler á öðrum veggnum.
Svefnherbergin eru tvö og eru með parketi á gólfi, í aðalsvefnherbergi er lítil geymsla með hillum, rúmgóður sólbekkur og skápar undir sólbekk.
Baðherbergi er með flísum á gólfi ásamt flísum á hluta veggja, upphengt wc, handklæðaofn, sturtuklefi og skápar yfir og undir vask
Þvottahús er á baðherbergi, tengi fyrir þvottavél í skáp á baðherbergi.
Geymsla er í sameign í bílageymslu.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign í bílageymslu.
Bílageymsla í bílageymslu eru hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Einnig er sameiginlegt bílaþvottastæði í bílageymslu og dekkjageymsla.