Croisette - Knight Frank kynnir eignina Neströð 7, 170 Seltjarnarnesi.
Draumastaðsetning þar sem glæsileiki, þægindi og útsýni ber af.
Algjör sveit í borg.
Um er að ræða mikið endurnýjað og vel byggt einbýlishús á einni hæð hannað að Kjartani Sveinssyni.
Húsið er með stóru alrými, rúmgóðu eldhúsi, tveimur baðherbergjum og þremur svefnherbergjum. Góð lofthæð er í öllu húsinu.
Stór og rúmgóður tvöfaldur bílskúr með mikilli lofthæð.
Húsið stendur á 1.595 fm eignarlóð.
Nánari upplýsingar veita:
Styrmir Bjartur Karlsson, framkvæmdastjóri og lfs., í síma 899 9090, tölvupóstur styrmir@croisette.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi en sömu flísar eru á öllu húsinu. Úr forstofu er gengið inná annað af baðherbergjum hússins, þvottahús og fataherbergi fyrir skó og yfirhafnir.
Eldhúsið er með stórri og fallegri innréttingu með góðu skápa og skúffuplássi. Steinn er á borðum og gluggakistum og gler á milli efri og neðri skápa, stór Smeg gaseldavél með ofni og tvöfaldur General Electric ísskápur með klakavél. Stór eyja og mikið borðpláss veita góða vinnuaðstöðu og rými fyrir samveru. Frábært útsýni er út um eldhúsglugga.
Stofa/borðstofa eru mjög rúmgóðar og samliggjandi og liggur borðstofan einnig að eldhúsinu. Gengið er út úr borðstofu á grillaðstöðu sem nýtur sín einkar vel í kvöldsólinni og úr stofu í skjólgóðan suður garð.
Einstakt, óskert útsýni er út um mjög stóran útsýnisglugga.
Hol/samverurými nýtist vel fyrir góðan sófa og sjónvarp og er þaðan gengið út í skjólgóðan garð til suðurs.
Baðherbergin eru bæði mjög vel hönnuð með hágæða flísum og tækjum.
Baðherbergi 1: Gólf eru flísalögð sem og veggir upp í loft. Salerni er upphengt, sturta með glerskilrúmi, steinn á vaskaborði, hvít innrétting er undir vaski og skápar á vegg og handklæðaofn.
Baðherbergi 2: Gólf eru flísalögð sem og veggir upp í loft. Steinn við baðkar og handlaug, upphengt salerni og opnanlegur gluggi.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott, með gluggum á tvo vegu og fataherbergi með glugga.
Herbergi 1: 12,1 fm
Herbergi 2: 7,6 fm
Bílskúrinn er 51,4 fm. Epoxy á gólfi, heitt og kalt vatn, afmarkað geymslurými og mikið skápapláss. Tvær stórar bílskúrshurðir að framanverðu og inngangur frá bakgarði. Góð lofthæð er í bílskúr.
Lóðin er 1.595 fm, gróin og falleg eignarlóð.
Tréverk er allt úr harðvið og hellulögð útisvæði, göngustígar og tvöföld innkeyrsla með snjóbræðslu.
Bakgarðurinn er til suðurs, hann er afgirtur með góðum útisvæðum og heitum potti. Vestan við húsið er garður með palli og stórum grasflöt með fallegri steinhleðslu og óskertu útsýni.
Húsið er í góðu ástandi og var tekið í gegn árið 2007.
Þá var set Zink á þak, opnanlegir gluggar voru endurnýjaðir og gluggar alklæddir og skipt um allar útihurðir, sem eru alklæddar.
Skipt var um vatnslagnir og ofna, dregið í nýtt rafmagn og skipt um rafmagnstöflu.
Ljósar flísar frá Birgisson voru settar á allt húsið, bæði baðherbergi endurnýjuð, hurðargöt hækkuð og settar í nýjar hurðir.
Ný eldhúsinnrétting með stein á borðplötum og steinn settur í flestar gluggakistur.
Skjólveggir endurnýjaðir með harðvið og nýjum heitum potti komið fyrir.
Síðan þá hefur húsið fengið almennt gott viðhald.
Húsið er stærra en opinberar tölur segja til um og er mjög vel skipulagt.
Nánari upplýsingar veita:
Styrmir Bjartur Karlsson, framkvæmdastjóri og lfs., í síma 899 9090, tölvupóstur styrmir@croisette.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette - Knight Frank fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.