BYR fasteignasala kynnir í einkasölu HAMRAGERÐI 5 ÍBÚÐ 304, 700 Egilsstaðir. Þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi.
Stutt í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er steypt, byggt árið 2007. Eignin skiptist í íbúð 83.2 m² og geymslu 6.8 m², samtals 90.0 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús.
Í sameign: Sér geymsla, hjóla- og vagnageymsla
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing: Anddyri, tvöfaldur fataskápur, þaðan er innangengt í alrými.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er frá stofu út á svalir.
Eldhús, Ikea innrétting, helluborð og vifta, Amica ofn, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu (getur mögulega fylgt).
Herbergi I, hjónaherbergi, fjórfaldur fataskápur.
Herbergi II, tvöfaldur fataskápur.
Baðherbergi, vaskinnrétting, speglaskápur, upphengt salerni, baðkar með sturtugleri, gluggi, veggir á og við baðkar eru flíslagðir.
Þvottahús, vinnuborð með stálvarsk, hillur, pláss fyrir tvær vélar, önnur þá á vinnuborði.
Gólfefni: Flæðandi parket á forstofu, alrými og herbergjum. Flísar eru á baðherbergi og þvottahúsi.
Í sameign í kjallara er
sér geymsla, á jarðhæð 1. hæð er hjóla- og vagnageymsla.
Hamragerði 5 er sjö hæðir auk kjallara. Húsið er steypt. Þak er slétt steypt. Í húsinu eru 27 íbúðir, þrjár á fyrstu hæð og fjórar íbúðir á hverri hæð þar fyrir ofan.
40 bílastæði eru á lóð við húsið, lóð er sameiginleg, íbúðir á fyrstu hæð hafa sérnotaflöt. Lóð er gróin, bílaplan er malbikað.
Lóð er sameiginleg leigulóð 8324,0 m² í eigu Múlaþings.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:Fasteignanúmer 229-6174. Hamragerði 5.Stærð: Íbúð 83.2 m². Geymsla 6.8 m² Samtals 90.0 m².
Brunabótamat: 51.350.000 kr.
Fasteignamat: 41.050.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 48.800.000 kr.
Byggingarár: 2007.
Byggingarefni: Steypa.