Hraunhamar fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson kynna í einkasölu fallega og vel skipulagða nýlega 3 herbergja 69,5 fm íbúð með sérinngangi á 1 hæð merkt 103 á Dalsbraut 2 í Reykjanesbæ. Samkvæmt birtum fm frá HMS er íbúðin 66,9 fm og geymsla á 2 hæð er 2,6 fm. Húsið er klætt að utan með álbáru og lerki sem gerir það viðhaldslétt. Búið er að leggja fyrir hleðslustöð við hvert stæði og því einfalt að setja upp hleðslustöð fyrir hverja íbúð. Eigninni fylgir sérmerkt bílastæði merkt B11. Falleg lóð er sameiginleg og upplýst með litlum ljósastaurum.Gólfefni eru harðparket og flísar í anddyri og baðherbergi. Á eldhúsborði og baði eru borðin úr kvartssteini.
Stutt er í grunn og leikskóla ásamt fallegum göngu og hjólaleiðum í hverfinu. Einnig er stutt í fallega náttúru. Við Stapaskóla eru sundlaug, íþróttahús og bókasafn m.a. Sutt er í verslun og Þjónustu.
Nánari lýsing:
Anddyri er með flísum á gólfi og í holi er fataskápur.
Hol með harðparketi á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt í alrými með gólfsíðum glugga og harðparketi á gólfi. Þaðan er útgengt á hellulagðan suðursólpall.
Eldhús er með fallegri sérsmíðaðri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Borð er kvartssteini. Helluborð, vifta og bakarofn í vinnuhæð.
Hjónaherbergi er með harðparketi á gólfi og góðum fataskápum.
Svefnherbergi er innaf anddyri og með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. "walkin" sturta og handklæðaofn. Falleg innrétting með handlaug og borð úr kvartssteini ásamt speglaskáp. Tengt er fyrir þvottavél og þurrkara sme eru í vinnuhæð og með skúffum undir. Fyrir ofan er grunnu skápur.
Geymsla er á 2 hæð og er hún 2,6 fm merkt 0212.
Falleg eign á góðum stað í Reykjanesbæ.Allar nánari upplýsingar veita:Ársæll Ó Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í s. 896-6076 eða á netfangið arsaell@hraunhamar.is og
Skoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. Þjónustusamningi
Hraunhamar er ein af elstu fasteignasölum landsins, stofnuð 1983.
Hraunhamar í farabroddi í 41 ár! – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.