Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244/8208284 - eignir@fsv.is - www.fsv.is - kynnir til sölu - Holtagötu 8 Súðavík - Fallegt og einbýlishús á einni hæð með góðum bílskúr.
Húsið skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, gang/hol, stóra stofu/borðstofu, eldhús, fjögur herbergi, þvottahús, bílskúr og geymsla.
Fallegur garður, hellulögð verönd með skjólveggjum.
Húsið er skráð 140,2 m² og bílskúr 41,6 m² að stærð, samtals 181,8 m². Hitalagnir eru í öllum gólfum hússins.
Nánari lýsing:
Komið inn í flísalagð forstofu, ágætur fataskápur þar.
Baðherbergi inn af forstofu, sturtuklefi, flísar á gólfi, upphengt wc.
Gangur/hol með flísum á gólfi. Sjónvarpsstofa við enda gangs við svefnálmu.
Opið og rúmgott eldhús með fallegri innréttingu, helluborð, háfur og ofn, uppþvottavél. Góð borðstofa með útgengi út á sólpall, flísar á gólfi.
Stór og björt stofa með parketi á gólfi.
Fjögur herbergi í húsinu, hjónaherbergi með fataskáp, innangengt þaðan inn á baðherbergi með baðkari og innréttingu, upphengt wc.
Rúmgott herbergi nýtt sem vinnu/lesherbergi í dag, fataskapur og plasparket á gólfi.
Tvö minni herbergi, bæði með fataskápum.
Þvottahús, stórt vinnuborð með vaski, hillur, gott rými fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.
Innangengt úr þvottahúsi inn í bílskúr.
Bílskúrinn er með góðri innkeyrsluhurð með rafstýrðum opnara. Afstúkað rými innst í bílskúr nýtist sem geymsla, útgengi þar á baklóð. Skolvaskur í bílskúr, heitt og kalt vatn, niðurfall, múrað (vélpússað) steingólf.
Rafhitunarbúnaður er staðsettur í bílskúr sem og rafmagnstafla.
Stórt hellulagt bílastæði fyrir framan hús (3-4 bílastæði).
Öll loft í húsinu eru tekin upp og tveir límtrésbitar í lofti eftir endilöngu húsinu.