Fasteignasalan TORG kynnir: Falleg, björt og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð með sérinngangi af svölum á þessum eftirsótta stað í Víkurhverfi Grafarvogs. Eignin er skráð 101,9 fm, þar af er geymsla á jarhæð 6,8 fm. Stórar og rúmgóðar svalir, gluggar eru á þrjá vegu í íbúðinni og þvottaherbergi er innan íbúðar. ÍBÚÐIN VAR ÖLL ENDURNÝJUÐ ÁRIÐ 2018 AF FAGAÐILUM, þar með talið allar innréttingar, innihurðar, gólfefni og flísar, eldhústæki, öll blöndunartæki, salerni, handlaug og sturta. Rúmgóð 6,8 fm sérgeymsla er í kjallara. Í sameign er dekkjageymsla ásamt hjóla-og vagnageymslu. Húsið er steinað að utan og því viðhaldslétt. Fordæmi eru fyrir gæludýrahaldi í húsinu. Í nærumhverfi er leikskóli, grunnskóli og menntaskóli auk Egilshallar og fleiri þjónustuaðila. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
Nánari lýsing:
Sérinngangur er af svölum, en hálfyfirbyggt utanáliggjandi stigahús er á húsinu. Fljótandi harðparket er á allri íbúðinni nema á forstofu, baðherberbergi og þvottaherbergi þar eru flísar á gólfi. Sólargluggatjöld í stofu fylgja og rúllugardínur í herbergjum.
Forstofa: Komið er inn í forstofu með náttúruflísum á gólfi. Góður skápur fyrir yfirhafnir, skóhilla og skúffa með steinborðplötu úr silestone kvarts (Rein). Spegill á vegg.
Gangur: Tengir saman rýmin í íbúðinni. Smáútskot er á gangi fyrir kommóðu eða borð.
Stofa: Rúmgóð og björt með gluggum til tveggja átta. Útgengi út á rúmgóðar svalir. Veggur á milli eldhúss og stofu er léttur.
Eldhús: Eikarinnrétting og nokkrir efri skápar með gleri, Ljósar borðplötur, önnur þeirra steinborðplata úr silestone kvarts (Rein), spanhelluborð og ofn með stálframhlið. Tengi er fyrir uppþvottavél, rúmgóður borðkrókur og gluggi.
Baðherbergi: Góðir skápar, handlaug með borðblötu úr keramik. Speglaskápur. Upphengt salerni og góð sturta með glervegg . Ljósar veggflísar og svartar náttúrugólfflísar. Lofttúða með útsogi. Handklæðaofn.
Þvottaherbergi: Ljósar flísar, hvítar vegghillur, borðplata. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara, stálvaskur, upphengdar snúrur. Gluggi.
Herbergi 1: Mjög rúmgott með innfelldum skápum á einum vegg.
Herbergi 2: Tveir gluggar. Harðparket á gólfi og góður fataskápur.
Herbergi 3: Gluggi, harðparket á gólfi, útsýni út á leiksvæði.
Sérgeymsla: Í kjallara er góð 6,8 fm geymsla.
Sameign; Vagna- og hjólageymsla, dekkjageymsla. Mjög stór afgirt lóð er við húsið.
Niðurlag: þetta er virkilega falleg og góð fjölskylduíbúð sem var öll endurnýjuð 2018. Eftirsótt staðsetning þar sem stutt er í skóla, leikskóla, spöngina, Egilshöll og ýmsa aðra þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is