Betri Stofan Fasteignasala og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega og vel skipulagða 100,1fm mikið uppgerða 4ja herbergja íbúð að Hraunbæ 66, 110 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-02, fastanúmer 204-4735 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Aðalinngangur í húsið er sunnanmegin (keyrt inn frá Rofabæ). Sérmerkt bílastæði fylgi íbúðinni þeim megin. Íbúðin var mikið gerð upp árið 2022, þar sem ma. var opnaður veggur frá eldhúsi og inn í stofu, eldhúsinnrétting endurnýjuð og sett upp eyja, Gólfefni endurnýjað í allri íbúðinn að undanskyldu baðherbergi, Innihurði allar endurnýjaðar, nýtt innvols í fataherbergi innaf hjónaherbergi ásamt nýjum fataskápum inn í barnaherbergi. Afar hugguleg, opin og vel skipulögð fjölskyldu íbúð í vinsælu hverfi í Árbænum.
Eignin skiptist í forstofu með innbyggðum fataskáp, opið og bjart alrými með samliggjandi eldhúsi, stofu og borðstofu með útgengi út á suður svalir. 3 svefnherbergi í norðurenda íbúðar, baðherbergi ásamt sér geymslu í sameign í kjallara.
Eignin Hraunbær 66 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 204-4735, birt stærð 94,8 fm. Sérgeymsla eignar er ekki skráð í birtum fermetrum hjá FMR. Geymsla er ca. 5,2fm.
Nánari lýsing:
Forstofa/hol: Komið inn í forstofu úr sameignargangi. Innbyggður fataskápur með rennihurðum.
Alrými: Opið og bjart alrými með samliggjandi stofu, borðstofu og eldhúsi.
Stofa/borðstofa: Mjög rúmmgóð og opin við eldhús. Útgengt út á suðursvalir.
Eldhús: Endurnýjuð með fallegri eldhúsinnréttingu með eyju. Fallegur akrílsteinn á eldhúsbekk og eyju. Gott skápa og vinnupláss. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél og vaskur. Ofn og helluborð innbyggt í eyju. Opið og góð tenging við stofu.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðinnrétting með skápum, opnum hillum, vask og spegli fyrir ofan vask. Baðkar með sturtu.
Herbergi I: Rúmgott með "walk in" fataskáp með nýlegu innvolsi.
Herbergi II: Gott barnaherbergi með nýlegum fataskáp.
Herbergi III: Gott barnaherbergi með nýlegum fataskáp.
Gólfefni: Nýlega lagt vandað harðparket á alla íbúðina að undanskyldu baðherbergi sem er með upprunalegum flísum.
Sérgeymsla: Í sameignargangi, ca. 5,2fm með upphengdum hillum.
Sameign: Sameiginlegt þvottahús, þurrkherbergi og hjólageymsla. Sérmerkt bílastæði á sameiginlegu bílaplani sunnan við húsið.
Lóð: Húsið stendur á sameiginlegri lóð með Hraunbæ 62-100.
Góð og mikið endurnýjuð fjölskylduíbúð með stóru, opnu og fallegu alrými og 3 góðum svefnherbergjum. Mjög góð staðsetning með fjölbreytta verslun og þjónustu í nágrenninu, leik- og grunnskóla í göngufæri ásamt félagsmiðstöðinni Ársel. Þá er stutt í Árbæjasundlaugina, íþróttasvæði Fylkis ásamt fallegum göngu- og hjólaleiðum um náttúru- og útivistarparadísina í Elliðarárdalnum.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is.