**Hafðu samband og bókaðu skoðun - Laust strax - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 ** Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Vel skipulögð 100,0 m2, 3ja herbergja, íbúð á jarðhæð með sérinngangi og afgirtri hellulagðri verönd, í lyftuhúsi, ásamt bílastæði í lokuðum bílakjallara við Álfkonuhvarf 35 í Kópavogi. Eignin er skráð 100 m2 , þar af íbúð 89,7 m2 og geymsla 10,3 m2. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Sérgeymsla er í sameign í kjallara. Bílastæði í lokuðum, upphituðum bílakjallara fylgir eigninni. Vinsæl staðsetning við Ögurhvarf í Kópavogi. Stutt í vinsæl útivistarsvæði, skóla, verslun og alla helstu þjónustu. Eignin getur verið laus við kaupsamning.Helstu framkvæmdir á húsi samkvæmt upplýsingum frá húsfélagi: Árið 2021 var skipt um glugga víða í húsinu, múrskemmdir lagaðar og stigahús lagað. Árið 2025 var skipt um hurðir í ruslageymslu og útgangi úr bílakjallara, steining þrifin og sílenborið á allar hliðar hússins . Eins voru allir gluggapóstar hreinsaðir og málaðir.
** Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax **Nánari lýsing:Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Stofa/borðstofa rúmgóð og björt með flísum á gólfi. Útgengt er á rúmgóðan afgirtan og hellulagðan sérafnotareit til suðurs.
Eldhús með flísum á gólfi, snyrtilegri eikar innréttingu, innbyggðri uppþvottavél, bakaraofni, helluborði og háfi. Flísar eru milli efri og neðri skápa. Gert er ráð fyrir að ísskápur standi við hlið innréttingar.
Svefnherbergi 1 (hjónaherbergi) með parketi á gólfi og góðu skápaplássi.
Svefnherbergi 2 er með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, góðri innréttingu með handlaug, vegghengdu salerni, sturtuklefa og handklæðaofni.
Þvottahús er innan íbúðar með vask, vinnuborð og flísar á gólfi.
Sérgeymsla er í sameign í kjallara og er mjög rúmgóð með góðum hillum, samtals 10,3 m2.
Bílastæði í lokuðum, upphituðum bílakjallara. Rafmagnshleðslustöð er við bílastæðið.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara.
Verð kr. 75.900.000,-