Þriðjudagur 23. júlí
Fasteignaleitin
Skráð 2. júlí 2024
Deila eign
Deila

Hábær 40

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
180.7 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
112.900.000 kr.
Fermetraverð
624.792 kr./m2
Fasteignamat
104.800.000 kr.
Brunabótamat
66.920.000 kr.
Mynd af Aðalsteinn Bjarnason
Aðalsteinn Bjarnason
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1968
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2045622
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Endurnýjað að hluta (stofa)
Frárennslislagnir
Drenlögn við hús c.a. 25ára. Skólplögn þarfnast skoðunnar..
Gluggar / Gler
Upprunalegt, en viðhaldið
Þak
Upprunalegt, en viðhaldið
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Þrír timburpallar, Sólstofa.
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Skólprör frá klósetti á efri hæð er komið til ára sinna og þarfnast endurnýjunnar.
  
Framkvæmdir undanfarin ár að sögn seljanda:
Rafmagnið í stofunni var tekið í gegn árið 1996 þegar stofan var gerð upp en kjallaraherbergið var gert á svipuðum tíma.
Bílskúrinn er með þriggja fasa rafmagni nýleg bílskúrshurð og opnari er einnig nýlegur. 2.70 á breidd og 2.40 á hæð 
Það eru drenlagnir í kringum húsið sem settar voru c.a. 1997.
Snjóbræðsla er í gönguleiðum, en það búið að aftengja hana á gangstéttinni þar sem ljósastaurinn er. 
Þegar stofan var tekin í gegn árið 1996 var loftinu lyft eins og það er núna, það var bara beint. Gólfbitar í stofunni voru endurnýjaðir á sama tíma. Loftpanell í báðum svefnherbergjunum uppi var sett á sama tíma og stofan var tekin í gegn. 
Gallar
Skólprör frá klósetti á efri hæð er komið til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Sólskáli þarfnast viðhalds og lekur í miklu áveðri.
Kvöð / kvaðir

 
 
 
*** EIGNIN ER SELD, MEÐ FYRIRVARA ***

DOMUSNOVA fasteignasala kynnir í sölu snoturt einbýlishús með bílskúr og fallegri lóð á eftirsóttum stað í nálægð við Elliðaárdalinn. Um er að ræða einbýli sem er 4-5 herbergja og að hluta til á tveimur hæðum auk bílskúrs sem stendur sér á lóð. Heildar fasteignin er skráð sem samtals 180,70 m2 að stærð skv. fasteignaskrá HMS og skiptist sem 140,80 m2 einbýlishús og 39,90 m2 bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu (aukaherb), stofu, sólstofu, baðherbergi, hjónaherbergi, svefnherbergi á efri hæð ásamt herbergi, þvottaherbergi með salerni,og geymslu á neðri hæð.  Sólstofa er upphituð en er ekki talin inn í heildarfermetra, skv. HMS. Lóðin er alls 705 m2 og er vel um hirt og snyrtileg. Alls eru fjórir sólpallar í kring um húsið eða tveir framan við hús og og tveir aftan við hús, þar af einn stór. Að auki er stór hluti hellulagður og blómabeð afgrit með tréverki. Geymsluskúr er einnig á lóð. Samþykkt teikning liggur fyrir um stækkun á húsinu síðan 1997 sem ekki var framkvæmd (sjá mynd).

HÉR ER SPENNANDI MÖGULEIKI Á AÐ EIGNAST EINBÝLI Í EFTIRSÓTTU HVERFI Í ÁRBÆ ÞAR SEM STUTT ER Í ALLA HELSTU ÞJÓNUSTU ÁSAMT LEIK- OG GRUNNSKÓLA. ÝMSAR VINSÆLAR GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR OG ÚTIVISTASVÆÐI ÁSAMT NÁLÆGÐ VIÐ NÁTTÚRUPERLUNA Í ELLIÐAÁRDAL.

* * *  SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN  * * *


Nánari lýsing á eignarhutum: 
- EFRI HÆÐ -
Forstofa:
Með flísum á gólfi og stórum fataskáp.
Hol: Rúmgott hol með parketi á gólfi sem tengir saman helstu vistarverur og nýtist að hluta sem borðkrókur við eldhús.
Eldhús: Með ljósri innréttingu og flísum á vegg undir efri skápum. Stafaparket á gólfi. Gluggar í tvær áttir. Stigi úr eldhúsi niður á neðri hæð.
Borðstofa: Efri hluti stofu er nýttur sem borðstofa. Parket á gólfi og gluggi. Hægt er að loka á milli borðstofu og hols með harmonikkuhurð. - Möguleiki á aukaherbergi ef opnað væri á milli stofu og eldhús.
Stofa: Björt með stórum gluggum og aukinni lofthæð. Útgengi í sólstofu og út í garð/verönd. Parket á gólfi og ljós panelklæðning í lofti.
Sólstofa: Upphituð með miðstöðvarofni og tvöfallt gler í gluggum. Ekki talin inn í heildarfermetra eignar.
Baðherbergi: Snyrtilegt og nýlega standsett (2019) með vask innréttingu og veggskápum. Inngeng sturta með glerskilrúmi ásamt upphengdu salerni með innbyggðum vatnskassa og handklæðaofn á vegg. Flísar hátt og lágt með gráum flísum á gólfi og ljósum flísum á veggjum.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með bæði innfelldum fataskáp með rennihurðum og standandi fataskáp með hurðum og spegli. Rúmur gluggi með opnanlegu fagi. Dúkur á gólfi.
Svefnherbergi: Innfelldur skápur með rennihurðum. Innfelldur skápur með hurðum. Rúmur gluggi með opnanlegu fagi. Dúkur á gólfi.

- NEÐRI HÆÐ -
Herbergi:
Með innfelldum skáp með hurðum. Lítill gluggi með opnanlegu fagi. Parket á gólfi.
Gangur: Með stiga upp á efri hæð og skápur með rafmagnstöflu. Parket á gólfi.
Þvottaherbergi: Með vaski og salerni. Tengi fyrir þvottavél. Opnanlegur gluggi og miðstöðvarofn.

- BÍLSKÚR -
Bílskúr stendur við hlið hússins og er með tvo innganga á hlið og gluggum. Bílskúrshurð er nýleg með sjálfvirkum opnara (h: 240, b: 270). Bílskúr var byggður árið 1998 og er klæddur með steníklæðningu. Hallandi þak er á skúrnum og loft hæð á bilinu 240-280 cm. Skúrinn er upphitaður og er með heitu og köldu neysluvatni. - Möguleiki á að skipta bílskúr í tvær einingar með sérinngangi.

- LÓÐ -
Lóðin er alls 705 m2 að stærð. Lóðin er vel um hirt og snyrtileg. Alls eru fjórir sólpallar í kring um húsið eða tveir framan við hús og og tveir aftan við hús, þar af einn stór. Að auki er stór hluti hellulagður og blómabeð afgrit með tréverki. Geymsluskúr er einnig á lóð.

* * *  SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT  * * *

Allar nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali, í Félagi fasteignasala / s.773-3532 adalsteinn@domusnova.is
Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali - Viðskiptafræðingur / s.856-5858 / margret@domusnova.is

VILTU VITA HVERS VIRÐI ÞÍN FASTEIGN ER Í DAG? BÓKA FRÍTT FASTEIGNAVERÐMAT

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1998
39.9 m2
Fasteignanúmer
2045622
Byggingarefni
Steypa
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.570.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Naustabryggja 54
3D Sýn
Skoða eignina Naustabryggja 54
Naustabryggja 54
110 Reykjavík
130.5 m2
Fjölbýlishús
412
804 þ.kr./m2
104.900.000 kr.
Skoða eignina Krókavað 8
Bílskúr
Opið hús:23. júlí kl 16:30-17:00
Skoða eignina Krókavað 8
Krókavað 8
110 Reykjavík
168.5 m2
Hæð
413
680 þ.kr./m2
114.500.000 kr.
Skoða eignina Þverás SELD 1
Bílskúr
Skoða eignina Þverás SELD 1
Þverás SELD 1
110 Reykjavík
171.4 m2
Parhús
613
664 þ.kr./m2
113.800.000 kr.
Skoða eignina Hlíðarfótur 21, IB 218, BÍLASTÆÐI
Bílastæði
Opið hús:23. júlí kl 11:45-12:15
Hlíðarfótur 21, IB 218, BÍLASTÆÐI
102 Reykjavík
137.8 m2
Fjölbýlishús
413
776 þ.kr./m2
106.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin