Fasteignasalan TORG kynnir: Einstaklega glæsilegt og vel hannað endaraðhús með stórbrotnu útsýni við Vorbraut 41, í suðurhlíð Hnoðraholts í Garðabæ. Eignin er skráð 229,5 fm og skiptist í þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol/auka svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, anddyri og bílskúr. Frá stofu er gengið út á 24 fm svalir með glæsilegu útsýni.
*ATH - Eignin skilast tilbúin til innréttinga skv. skilalýsingu en hægt er að fá húsið lengra komið í samstarfi við byggingaraðila*
Allar nánari upplýsingar veita:
Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 767-0000 eða með tölvupósti: darri@fstorg.isSigurður Gunnlausson, löggiltur fasteignasali, í síma 898-6106 eða með tölvupósti: sigurdur@fstorg.is Heimasíða verkefnisins: VORBRAUT.IS Nánari lýsingVið Vorbraut 41–51, í suðurhlíð Hnorðaholts í Garðabæ, eru nú í byggingu sex einstaklega glæsileg raðhús á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir golfvelli GKG og Vífilsstaðavatn í Heiðmörk. Húsunum er skilað frágengnum að utan og tilbúnum til innréttinga að innan. Lóðum er skilað frágengnum að framanverðu en grófjöfnuðum að öðru leyti. Hægt er að fá húsið lengra komið í samstarfi við byggingaraðila með möguleika á vali milli tveggja mjög veglegra innréttingarpakka frá Birgisson. Endilega hafið samband við fasteignasala fyrir frekari upplýsingar.
ArkitekturRaðhúsin við Vorbraut 41-51 voru hönnuð af FORMER arkitektum. Húsin voru sérstaklega hönnuð með sólarátt og birtuskilyrði í huga og skipulagið unnið út frá einstakri staðsetningu í suðurhlíð Hnoðraholts svo að íbúar allra húsanna geti notið stórbrotins útsýnis yfir golfvöll og náttúruparadísina Heiðmörk. Einkar glæsilegir innigarðar gefa húsunum sérstakan karakter með sterka tengingu við náttúruna og ásamt efnisvali er sem hún flæði inn í húsin.
InnanhússhönnunInnanhússhönnun var í höndum M/STUDIO Reykjavík. Lagt var upp með tímalausa hönnun og samspil við náttúru þar sem úthugsað innanhússskipulag, skýrar línur og gott flæði er einkennandi . Þá var áhersla lögð á hágæða efni þar sem ekkert var til sparað til þess að hafa húsin sem glæsilegust.
HverfiðHnoðraholt í Garðabæ er einstaklega vel staðsett hverfi með víðáttumiklu útsýni í allar áttir og stórbrotinni náttúrufegurð. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og fjölbreytta íþróttaiðkun, til dæmis í íþróttahúsinu Miðgarði. Þá er einstakt aðgengi að útivistarsvæðum Garðabæjar, svo sem Heiðmörk, Vífilsstaðavatni og golfvöllum GKG, sem öll eru í göngufæri.
ByggingaraðiliVangur er fasteignaþróunarfélag með það að markmiði að þróa og byggja vandaðar og vel hannaðar byggingar þar sem gæði, notagildi og fagurfræði fara saman. Gráhyrna er aðalverktaki Vorbrautar 41-51 en félagið er traust verktakafyrirtæki sem hefur verið starfandi á byggingarmarkaði í yfir 10 ár við góðan orðstír.