Dreymir þig um að flytja í sveit?
Langar þig að eiga möguleika á að skapa þér þína eigin vinnu?
Viltu búa í kyrrðinni en samt stutt frá allri þjónustu?
Ef svo er, þá er þetta eignin fyrir þig!
FMG og Anna F Gunnarsdóttir löggiltur fasteigna, fyrirtækja og skipasali, kynna í einkasölu frábæra lóð nálægt sjónum og Heilsárhús á eignarlóð
Upplýsingar veittar í síma 892-8778 og anna@fmg.is. Bókið skoðun.
Til sölu er lítil jörð rétt fyrir utan Selfoss. Fornibær er u.þ.b. 4ha að stærð, auk ótalinna ha í sameign og er partur af Eystri Lofttstöðum sem er landnámsjörð, numin af Lofti Ormssyni frá Gaulum í Noregi. Liggur hún að sjó og er eina jörðin til sölu á suðurlandi sem er þannig að því að best er vitað. Hér var stór verstöð hér áður fyrr og mikil saga fylgir jörðinni. Sjá má eina sögu neðst í lýsingunni.
Jörðin skiptist í 2 skika, heimaskikann annarsvegar sem er að mestu leyti gamalt tún 1,2 ha. að stærð og svo skika fyrir neðan sem nefnist Forna og er 2.6ha. að stærð.
Á heimaskikanum er heilsárshús, um 77m2 að stærð auk útihúss sem má muna fífil sinn fegurri um 160m2 að stærð og gömul niðurgrafin hlaða sem er friðuð. Deiliskipulag gerir ráð fyrir all að 180m2 íbúðarhúsi og 200m2 skemmu. Jörðin er skráð sem sumarhús í dag.
Útsýni er til allra átta og rétt fyrir utan bæjardyrnar og reyndar sýnilegt út um svaladyrnar er "Fjallið Eina" í Flóahreppi, Loftsstaðahóll sem að líkindum er stærsti manngerði hóll á Íslandi. Tilheyrir hann næstu jörð.
Til sameignarinnar telst fjaran sem er afskaplega lifandi skepna með flæðiskerjum sem á vaxa flestar þær þörungategundir sem finnast á landinu, t.d. Söl. Skelfiskur finnst líka þar og á vorin og sumrin iðar allt af fuglalífi. Hlunnindi eru af veiði í Knarrarósi (Baugstaðaósi) og er hann leigður út til veiðifélags og fá allir eigendur hlut af veiðigjöldum ár hvert.
Allt land er ræktanlegt og var notað á árum áður til ræktunar á margskonar grænmeti.
Saga:
Sagt er að Loftur Ormsson frá Gaulum í Noregi hafi numið hér land um 1400 og byggt hér bæinn Loftsstaði. Loftur á að hafa flutt sitt höfuðbýli og byggt það síðar í Gaulverjabæ og eftir því er Gaulverjabæjarhreppur væntanlega nefndur.
Þekktasta persóna frá Loftsstöðum er án efa Ögmundur Sighvatsson, kallaður Galdra Ögmundur. Frægasta sagan af honum er sú þegar hann þá kominn á fullorðinsár, 1627, að ræningjarnir frá Alsír, svokallaðir Tyrkir herjuðu hér á ströndina. Ögmundur mun þá hafa farið upp á Loftsstaðahól og af þeim hól segir sagan, hafi hann kveðið svo rammt að þeir fórust allir í brimgarðinum.
Ef þú ert drífandi og framtakssamur einstaklingur með skapandi hugmyndaflug, þá er þetta tækifærið fyrir þig. Sjón er sögu ríkari.
Heilsárshús (Sumarhús) skráð á byggingarstigi 2, lóð nálægt sjónum /gott eignarland. Loftstaða á er c.a.10m frá lóðarmörkum.
Hægt er að byggja efri hæð á húsið. Fjárhús er á landinu. og fyrir neðan er annað land 2,6 hektarar við sjó. Margir möguleikar fyrir réttan aðila. 12 Mínútu keyrsla frá Selfossi keyrsla, 10 mín. frá Stokkseyri og 10 mín. gangur niður að sjó.
Sameiginleg sjávarsíða með hlunnindum. Veiði gefur ca.120 þúsund á ári. (þar sem ákvörðun um arðgreiðslu hvers árs fer fram á stjórnarfundi hvert haust eftir að veiðitímabili lýkur.)
Nánari lýsing:
Forstofa : er með snögum og dúk á gólfi.
Hol: með parketi á gólfi.
Baðherbergi : sturta og hvít innrétting. Með dúk á gólfi
Svefnherbergi : með tveimur gluggum, parketi á gólfi. Góðum fataskáp.
Þvottahús : málað gólf og pláss fyrir þvottavél og þurrkara.
Stofa : björt með tveimur gluggum og parketi á gólfi. Alrými, eldhús er í sama rými og stofan.
Geymsla : er í þvottahúsinu, málað gólf.
Eldhús : með tveimur gluggum parketi á gólfi, hvítri innréttingu og borðkrók.
Veiðitekjur: Um það bil 120.000 kr á ári
Hafið samband við Anna F Gunnarsd löggiltan fasteignasala á anna@fmg.is og í síma 892-8778 til að bóka skoðun.
Fasteignamiðlun Grafarvogs vantar eignir af öllum stærðum og gerðum til sölu, ekki hika við að hafa samband og fáið sölumat ykkur að kostnaðarlausu.
Þeir sem leita að eignum í Grafarvogi og Grafarholti leita til okkar á Fasteignamiðlun Grafarvogs, sími 892-8778. Ekki hika við að hafa samband og fáðu sölumat þér að kostnaðarlausu.
Við erum staðsett í Spönginni, við hliðina á Bónus.
https://www.facebook.com/fmg.is/
www.fmg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá. Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp.