Fasteignasalan Byggð 464-9955 - EinkasalaÞrumutún 8
Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr, auk stúdíóíbúðar á neðri hæð sem hægt væri að loka af frá öðrum hlutum eignarinnar. Góðir tekjumöguleikar af útleigu!
Lóð er glæsileg með stóru hellulögðu bílastæði með hita sem rúmar að minnsta kosti þrjá bíla. Á verönd sem er steypt að hluta auk plastpallaefnis er heitur pottur, kalt kar og útisturta. Rafmagn lagt fyrir gufubaði á palli. Þar er einnig sólskáli sem er innangengur úr stofu og gróðurhús á neðri lóð.
Samtals er eignin 337,1 fm., þar af er stúdíó íbúð ca. 40-45 fm. og bílskúr 30,6 fm.. Eignin skiptist í á efri hæð; Anddyri, stofu og borðstofu, eldhús, sólskála, hol, baðherbergi, svefnherbergi með fataherbergi og bílskúr með þvottaðstöðu.
Neðri hæð; Hol, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, geymslu og innan mögulegrar stúdíóíbúðar anddyri, snyrtingu, alrými með svefnaðstöðu, eldhús og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Efri hæð:Anddyri með flísum á gólfi og góðum fataskápum.
Hol og gangur með flísum á gólfi. Af holi er gengið niður U-stiga á neðri hæð.
Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu rými. Þar eru flísar á gólfi, glæsilegt útsýni til norðurs og vesturs út um gólfsíða glugga. Innangengt er í sólskála úr innri stofu. Innfelld lýsing er í öllum rýmum.
Eldhús er með glæsilegri innréttingu og eyju með svörtu graníti á bekkjum og milli skápa. Tæki eru frá Miele, innbyggð uppþvottavél, ísskápur og frystir, tveir ofnar annar gufu, auk örbylgjuofns.
Sólstofa er um 35 fm. samkvæmt teikningum og var byggð 2017. Þar er gólfhiti og parketflísar.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með mjög rúmgóðri innréttingu í kringum vask, upphengt salerni, hornbaðkari, sturtu með innfelldum tækjum og glugga með opnanlegu fagi.
Svefnherbergi er mjög rúmgott með flísum á gólfi og inn af því er fataherbergi sem áður var þvottahús.
Bílskúr er með flísar á gólfi, inngönguhurð og rafdrifinni innkeyrsluhurð. Þá er glæsilegt innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara auk vasks.
Neðri hæð: Gengið er niður um góðan teppalagðan stiga af holi efri hæðar.
Hol er með flísar á gólfi og þar er sjónvarpsaðstaða með innbyggðri innréttingu í kringum sjónvarp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, góða innréttingu í kringum vask, upphengt salerni, sturtu og handklæðaofn.
Svefnherbergi eru þrjú á hæðinni, öll eru þau rúmgóð með flísar á gólfi og eitt þeirra með föstum fataskáp.
Geymsla er í austurenda og þar eru flísar á gólfi.
Stúdíóíbúð sem er einnig innangeng úr íbúð og nýtist þannig í dag er með gott anddyri og sérinngang sem snýr til norðurs.
Í anddyri eru fataskápar og inn af því er gangur með
snyrtingu, salerni og vaskur. Alrými íbúðar er með góðum skápum,
svefnaðstöðu og
stofu.
Eldhús er inn af gangi með góðri innréttingu, þar er bakaraofn og lítil uppþvottavél.
Við enda eldhúsgangs er
baðherbergi með sturtu, upphengdu salerni, góðri innréttingu í kringum vask og innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Annað: -Innfelld lýsing að mestu og hljóðdempandi plötur í lofti
-Gólfhiti
-Lokað kerfi á hitalögnum í bílaplani
-Gróðurhús á baklóð fylgir
-Botnlangagata
-Skemmtileg staðsetning, glæsilegt útsýni og stutt í leik- og grunnskóla, útivistarsvæði að Hömrum og golfvöllinn.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:olafur@byggd.is
greta@byggd.is
bjorn@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:
464 9955