Björt og skemmtilega hönnuð eign á þriðju hæð í lyftuhúsi við Tangabryggju í Reykjavík.
** Frábær fyrstu kaup
** Gott útsýni og góðar svalir
** Mikil lofthæðNánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmarsson Lgf / MBA. í síma nr 660-1976 eða hrafnkell@palssonfasteignasala.iswww.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð eignar skv. HMS er 66,9m2 þar af geymsla 4,6m2
Eignin skiptist í anddyri, baðherbergi, eldhús, stofu / borðstofu, svalir, milliloft og sérgeymslu.
Nánari lýsing
Anddyri er með rúmgóðum fataskáp og parket á gólfi.
Eldhús er með hvítri innréttingu með helluborði, viftu, bakarofni, innbyggðri uppþvottavél og ísskáp. Gott skápapláss.
Stofa/borðstofa er í rúmgóðu alrými með eldhúsi. Mikil lofthæð og parket er á gólfi. Útgengt út á svalir.
Baðherbergi er flísalagt með walk-in sturtu, innréttingu með handlaug og skápum, upphengdu salerni og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Gengið er upp stiga úr stofu í milliloft. Auðvelt væri að gera stiga í risið meira aflíðandi en hann er í dag.
Milliloft er skráð 20 m2 með parket á gólfi. Þar er þakgluggi og hefur verið nýtt sem svefnherbergi.
Sérgeymsla er í sameign skráð 4,6 m2.
Í sameign er einnig sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Sameignin er snyrtileg.
Falleg íbúð í góðu lyftuhúsi við Tangabryggju í Bryggjuhverfi Grafarvogs. Spennandi hverfi þar sem stutt er í gönguleiðir um Grafarvoginn eða upp í Grafarholt.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.