Ævar Örn Jóhannsson löggiltur fasteignasali og Domusnova kynna til sölu Yrsufell 32 - 111 ReykjavíkVel skipulagt og fjölskylduvænt fimm herbergja 157,3 fm raðhús á einni hæð, þar af 23,1 fm bílskúr og sér bílastæði.
Staðsetningin er mjög góð í botnlangagötu nálægt allri þjónustu, öllum skólastigum og íþróttum ásamt frábæra útivistarsvæðinu í Víðidal.
Hellulögð verönd með ræktuðum afgirtum garði í suðurátt.
Gólfsíðir gluggar og nýtt parket í alrými.
Fjarlægður var léttur veggur úr eldhúsi og er því stórt og mikið alrými sem tengir stofu, borðstofu og eldhús.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax!Nánari lýsing:Forstofa - flísalögð forstofa.
Hol/gangur - inn af forstofu er rúmgott parketlagt hol fyrir utan svefnherbergisálmu með skápaplássi og svæði fyrir sér sjónvarpshol.
Alrými - Rúmgóð stofa flæðir inn í borðstofu og opið eldhús, útgengi að garði og hellulagðri verönd.
Þrjú barnaherbergi - björt og rúmgóð, parketlögð með skápum.
Hjónaherbergi - Skápaveggur og parketlagt.
Baðherbergi - upprunalegt og flísalagt í hólf og gólf. Baðkar, sturta og salerni.
Þvottahús og geymsla - Steypt golf. Innangengt úr eldhúsi.
Verönd/garður - Í suðurátt. Hellulagt svæði með heitum potti (getur fylgt með) og garðskála.
Bílskúr - Í bílskúrslengju með sér bílastæði. Sjálfvirkur opnari, rafmagn og kalt vatn.
Nýtt parket á alrými.
Nýr loftpanel í alrými og baðherbergi.Góð staðsetning í botnlangagötu með skóla, leikskóla, framhaldsskóla og helstu matvöruverslanir í göngufæri.
Fellaskóli 4 mín.
Leikskólar 3 mín.
Krónan 6 mín.
FB, Beiðholtslaug og íþróttasvæði Leiknis 6-14 mín.
Hjólreiða- og göngstígar að útivistarsvæði í Víðidal.
Upplýsingar veitir:
Ævar Örn Jóhannsson, löggiltur fasteigna- og skipasali
Sími: 861 8827
Netfang: aevar@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.