Laugardagur 5. júlí
Fasteignaleitin
Skráð 10. apríl 2025
Deila eign
Deila

Teigagrund 4

EinbýlishúsNorðurland/Hvammstangi-531
182.6 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
57.000.000 kr.
Fermetraverð
312.158 kr./m2
Fasteignamat
34.350.000 kr.
Brunabótamat
79.500.000 kr.
Byggt 1970
Þvottahús
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2133745
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypa
Númer hæðar
0
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Domus fasteignasala kynnir til sölu einbýlishús ásamt stórum bílskúr á Laugarbakka.

Eignin er Teigagrund 4, sem er steypt einbýlishús frá árinu 1970 og bílskúr frá árinu 1975.
Eignin stendur á 900 fm leigulóð og við húsið er nokkuð stór garður.
Húsið er á einni hæð.
Svefnherbergin eru þrjú. Eignin er skráð 182,6 fm, þar af er íbúðin 120,2 fm og bílskúrinn 62,4 fm.

Þær framkvæmdir sem hefur verið farið í á árunum 2009 - 2023 eru:

Skipt var um þak árið 2009. Þakið einangrað upp á nýtt, heilklædd súðin og bárujárnsklædd. Skipt var um þakrennur og niðurföll. Bílskúr var með sléttu þaki sem var endurnýjað um leið og þak á húsi. Smíðað var nýtt þak á bílskúr, skipt um sperrur, súð heilklædd, plata einangruð og þak bárujárnsklætt ásamt þakrennum og niðurföllum. 
Árið 2015 var endurnýjuð kaldavatnslögn í baðherbergi.
Árið 2018 var skipt um allt gler og glerlista ásamt þéttiköntum á austur og suðurhlið hússins, ásamt einum glugga á vesturhlið í gestaherbergi.
Árið 2023 var eldhús endurnýjað, vatnslagnir, skólp, skipt um innréttingu, raflagnir, málað og parketklætt. Einnig var skipt um ofna í eldhúsi, gestaherbergi og á gangi. Í herbergi á suðurhlið við hliðina á baðherbergi var sagað úr glugga og settar svaladyr út í garð. Einnig voru smíðaðar göngudyr á bílskúr með þriggja punkta læsingu. 

Möguleiki er á að setja WC í suðausturhorni bílskúrs, og leyfi til að saga út fyrir litlum glugga liggur fyrir. Skólprör frá WC má tengja inn á lögn í gólfi. 
Í sumar er fyrirhugað að gera við vatnsbretti og aðrar múrskemmdir þar sem þess er þörf. Netsprungusvæði vegna alkalískemmda verða filteruð með þéttimúr, borin á vatnsfæla (sílan). Blettmálað með Steinvara 2000 og málað með plastmálningu tvær umferðir. Litir að ósk kaupenda. Gluggar og þakkantur verður málað gluggahvítt.

Nánari lýsing:

Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi
Salerni er flísalagt með bláum flísum og viðarlitaðri innréttingu. 
Eldhús er með parketi á gólfi og nýlegri eldhúsinnréttingu frá árinu 2023. Pláss er fyrir tvöfaldan ísskáp í innréttingu. 
Þvottahús er með epoxy efni á gólfi, annar inngangur er inn í húsið í þvottahúsinu. 
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru 3 talsins með parketi á gólfum.
Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi.
Innkeyrsla: Rúmgóð innkeyrsla er við húsið fyrir framan bílskúrinn.

Gott fjölskylduhús á góðum stað í bænum, stutt í alla þjónustu, eign sem vert er að skoða.

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 domus@domus.is
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 stefano@domus.is


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/03/201616.100.000 kr.16.800.000 kr.182.6 m292.004 kr.
30/07/20088.058.000 kr.14.000.000 kr.182.6 m276.670 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Árbakki 2
Bílskúr
Skoða eignina Árbakki 2
Árbakki 2
531 Hvammstangi
203.9 m2
Einbýlishús
615
289 þ.kr./m2
59.000.000 kr.
Skoða eignina Sunnubraut 7
Bílskúr
Skoða eignina Sunnubraut 7
Sunnubraut 7
540 Blönduós
228.4 m2
Einbýlishús
624
259 þ.kr./m2
59.200.000 kr.
Skoða eignina Hvammstangabraut 31
Hvammstangabraut 31
530 Hvammstangi
217.2 m2
Einbýlishús
725
258 þ.kr./m2
56.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin