SELD MEÐ FYRIRVARA
Upplýsingar veitir: Pétur Ísfeld Jónsson, löggiltur fasteignasali í síma 862-5270 eða petur@husaskjol.is
SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SÖLUSÝNINGU OG SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR SKÚLAGÖTU 34.
Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt verðmat á þinni eign.
Húsaskjól og Pétur Ísfeld Jónsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Skúlagata 34, íbúð 502, 4 herbergja penthouse íbúð á 5. hæð (efstu) í mjög fallegu fjölbýlishúsi með lyftu á einstökum útsýnisstað í miðborg Reykjavíkur. Eignin er skráð 158,6 fm. þar af íbúðarrými 151,1 fm. og geymsla í sameign 7,5 fm. Íbúðarrími skiptist í alrými með 2 stofur, eldhús og borðstofu. Það eru 3 svefnherbergi, eitt baðherbergi og inn af eldhúsi er þvottahús / geymsla.
Mjög stórir gluggar með þreföldu gleri eru í íbúðinni og einstakt útsýni frá stofum, eldhúsi og borðstofu. Það eru tvennar svalir, sem báðar eru með viðargólfi, 41,1 fm. sem vísa í suður til Reykjavíkur og 8,9 fm. sem vísa í norður til Esjunar. Verulega aukin lofthæð er í íbúðinni eða allt að 4,6 metrar og allar innihurðir eru í yfirhæð. Innréttingar í eldhúsi, baði og þvottahúsi/geymslu eru sérsmíðaðar og vandaðar og það sama á við hillur í stofu. Íbúðin var byggð ofan á húsið 2004 þannig að vatns of raflagnir, gler og þak eru síðan þá þó svo að restin af húsinu sé byggt 1959.
Myndbönd
Stutt yfirlitsmyndband af allri eigninni
Flæði um alrýmið og útsýni af svölum
Nánari lýsing
Anddyri: er með parket á gólfi og mjög stórum fataskáp sem nær upp í loft. Frá anddyri sést yfir borðstofu, eldhús og út á norður svalir til hægri og til vinstri sjást báðar stofur og út á suðursvalir.
Alrými: er með borðstofu, eldhúsi og tveim stofum, parket er á gólfi, stórir gluggar, breiður gangur og mikil lofthæð leiða út á svalir beggja vegna og gera rýmið bjart og notalegt. Þetta er rými sem býður upp á mikla möguleika.
Stofa 1: er fyrir miðri íbúð og er með sérsmíðuðum hillum á bakvegg mikilli lofthæð og parket á gólfi.
Stofa 2: er björt með gólfsíðum gluggum eftir öllum veggnum sem snýr út að suðursvölum og parket á gólfi.
Eldhús: er með fallegri grálakkaðri sérsmíðaðri innréttingu með dökkum borðplötum og ljósgráum flísum á milli efri og neðri skápum. Innrétting er á öllum bakvegg með góðu skipulagi, mikið vinnupláss og mikið skápapláss en einnig er eyja sem er með eldavél, ofni og skúffum öðru megin en hinum megin er hægt að sitja á uppáum stólum. Í eldhúsi er helluborð, ofn, uppþvottavél, ísskápur, stór vaskur og tækjaskápur. Eldhúsið er mjög bjart og með stórkostlegt útsýni í norður til Esjunar, á gólfi er parket.
Borðstofa: er við eldhúsið og hægt að ganga út á norðursvalir. Rýmið er mjög bjart og með stórkostlegu útsýni í norður til Esjunar, á gólfi er parket.
Herbergi 1: er bjart og rúmgott með góðum gólfsíðum glugga með stórkostlegu útsýni í norður til Esjunar, stórum fataskáp og á gólfi er parket.
Herbergi 2: er bjart og rúmgott með gólfsíðum gluggum til suðurs, fataskáp og parket á gólfi.
Herbergi 3: er bjart og rúmgott með gólfsíðum gluggum til suðurs, fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi: er rúmgott og hlýlegt með hvítar flísar á veggjum og parket á gólfi. Baðherbergið er með sér sturtu og baði ásamt klósetti sem er upphengt og vask. Stór borðplata með hillu eru undir vaski og yfir vaskinum er spegill á viðarpanil klæðningu sem nær yfir allri borðplötunni. Á veggnum á móti vaskinum er mikið skápapláss í sérsmíðuðum innfeldum skápum. Ofn er fyrir aftan hurð og hankar þar fyrir ofan.
Þvottaherbergi/Geymsla: er með pláss fyrir þvottavél og þurrkara í réttri vinnuhæð með skúffum undir fyrir óhreinan þvott og skápum fyrir ofan, einnig er gott vinnuborð með vask og hillur eru á vegg og snúrur við endann á rýminu. Pláss er fyrir ísskáp og/eða fysti og gólfið er flotað og lakkað.
Svalir 1 (suður): eru 41,1 fm. og staðsettar út frá stofu, með viðargólfi og vísa í suður yfir Reykjavík. Á svölunum er pottur og pláss fyrir grill, borði og sófagrúppu ásamt sólbeddum.
Svalir 2 (norður): eru 8,9 fm. og staðsettar út frá eldhúsi og borðstofu, með viðargólfi og vísa í norður yfir sundin, Viðey, innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn, að Esjunni, Akranesi, austur yfir borgina og víðar. Viður er á gólfi
Geymsla: er 7,5 fm. og staðsett á jarðhæð.
Bílastæði: eru á framlóð hússins og einnig eru bílastæði fyrir húsið á malbikuðu plani á baklóð hússins þaðan sem einnig er innangengt í stigahús/lyftuhús. Slá er fyrir innkeyrslu á baklóð þannig að þau bílastæði eru eingöngu nýtt af íbúum hússins.
Sameign: er með hjóla- og vagnageymslu þar sem samkomulag er um notkun.
Húsið að utan: er í góðu ástandi, allt klætt með áli með innbrenndum hvítum lit. Norður og suðurhliðar efstu hæðar eru klæddar með harðviði. Þak er í góðu ástandi og þakkantur er klæddur með áli og harðviði með innfelldri lýsingu.
Lóðin: er fullfrágengin með bílastæðum á framlóð hússins og einnig sérbílastæðum á baklóð með aðkomu frá Hverfisgötu/Vitastíg.
Hér er hægt að nálgast teikningar af eign
Upplýsingar veitir: Pétur Ísfeld Jónsson, löggiltur fasteignasali í síma 862-5270 eða petur@husaskjol.is
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
25/06/2020 | 72.300.000 kr. | 92.000.000 kr. | 158.6 m2 | 580.075 kr. | Nei |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
101 | 130.5 | 139,9 | ||
101 | 129.4 | 147,9 | ||
101 | 132.4 | 138,9 | ||
101 | 137.1 | 159,9 | ||
101 | 142.6 | 139,9 |