Fimmtudagur 19. september
Fasteignaleitin
Skráð 4. júlí 2024
Deila eign
Deila

Strandgata 4

FjölbýlishúsVestfirðir/Tálknafjörður-460
290.7 m2
9 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
51.800.000 kr.
Fermetraverð
178.191 kr./m2
Fasteignamat
45.050.000 kr.
Brunabótamat
122.250.000 kr.
Mynd af Steinunn Sigmundsdóttir
Steinunn Sigmundsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1967
Þvottahús
Garður
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2124540
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Sagt í lagi / endurnýjað að hluta
Raflagnir
Sagt í lagi
Frárennslislagnir
Sagt í lagi
Gluggar / Gler
Í lagi
Þak
Sagt í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Lóð
0
Upphitun
Rafmagns
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
VISSIR ÞÚ AÐ vistun milli kl. 08:00-14:00 er GJALDFRJÁLS Í LEIKSKÓLANN fyrir börn með lögheimili í Tálknafjarðarhreppi & ALDURSTAKMARKIÐ ER BARA 12 MÁNAÐA?
Tálknafjörður er einstaklega framsækin bær þar sem fjölskyldufólk er í forgrunni. Grunn & leikskólinn er frábær í þessu litla bæjarfélagi.



Einstakt hús sem kallast BORG á Tálknafirði. 

Þetta volduga hús stendur einkar vel með útsýni yfir fjörðinn og höfnina. Garðurinn er sérlega fallegur!
Húsið sjálft er 290,7 fm og það er á 2 hæðum. Efri hæðin er 174,1 fm og neðri hæðin er 116,6 fm.

EIGENDUR ÓSKA EFTIR TILBOÐI Í EIGNINA.

* 4 stofur með bar, upptekin loft og arinn.
* 6 Svefnherbergi eru í húsinu
* 2 Baðherbergi, annað með sturtu en hitt er með baðkari.
* Búið er að endurnýja vatnslangir ásamt hitakút
* Nýr sólpallur er við efra bílastæði, fyrir innan hús, pláss er fyrir 3 bíla á því plani
* 2 bílastæði eru svo fyrir framan hús, þar er pláss fyrir 3-4 bíla.


Lýsing á eigninni;
4 inngangar eru í húsið, 2 útidyrahurðir eru á hvorri hæð hússins, svalahurð er úr sjónvarpsherbergi og út á nýjan sólpall, einnig er hægt að ganga út um bílskúr/geymslu.
Á vinstri hlið þess er steyptur stigi upp með húsinu, þaðan er svo gengið inn á efri hæðina. 
Að framanverðu er inngangur í húsið, þaðan er gengið inn á neðri hæðina.
Einnig er hægt að aka upp malbikaða innkeyrslu og leggja fyrir innan húsið, þaðan er svo hægt að ganga inn um svalahurð og inn í herbergi.
Nýr skjólgóður sólpallur er við svalahurð.


Efri hæðina;
Stofan er mjög rúmgóð, í raun eru þetta 4 stofur sem fléttast saman, stórir gluggar, upptekin loft og arin setja mark sitt á þetta fallega hús, einnig er sérsmíðaður bar í horni efri stofunnar. Teppi eru á efri stofunum en parket er á gólfum neðri stofunnar. Útsýni er út á fjörðinn og niður að bryggju.
Eldhúsið er rúmgott með góðu vinnuplássi, ísskápurinn er innbyggður í innréttinguna, ágætis borðkrókur og búr þar fyrir innan. Dúkur er á gólfinu í eldhúsinu en parket er á borðkrók og í búrinu.
Frá eldhúsi er gengið niður teppalagðan stiga á neðri hæð hússins.
Svefngangurinn telur 4 svefnherbergi og aðal-baðherbergið. Parket er á svefngangi.
Hjónaherbergið er rúmgott með skápum, dúkur á gólfi.
Enda herbergið á svefngangi er í dag nýtt sem sjónvarpshol en þar er hægt að ganga út á nýlegan sólpall. Heimilismeðlimir nota þennan inngang mikið. Parket er á gólfi.

2 Barnaherbergi með parket á gólfum.
Forstofan er flísalögð með skápum. 

Neðri hæðin;
Gengið er niður teppalagðan stiga úr eldhúsi, þegar að niður er komið er á vinstri hönd baðherbergi sem nýlega var tekið í gegn.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og fibo plötum á veggjum, sturtuklefa, upphengdu salerni og innréttingu með vask.
2 mjög stór svefnherbergi, eru á neðri hæðinni, dúkur er á gólfum og skápar eru í báðum herbergjunum.
Þvottahúsið er flísalagt, frá þvottahúsi er gengið inn í geymslu, lagnaherbergið og í bílskúrinn/geymsluna.
Í lagnaherberginu er nýr hitakútur, ný miðstöð og búið er að endurnýja vatnslagnir.
Bílskúrinn er í dag nýtt sem rúmgóð geymsla, hægt er að ganga út um sér hurð sem búið er að endurnýja. Gengið er út við tröppurnar á hlið hússins.
Sér inngangur er inn á neðri hæðina, forstofan er með flísum á gólfi / Möguleiki er að gera sér íbúð niðri.


Stækkað var við húsið á sínum tíma, byggt var frama á húsið og þá bættust við þessi 2 stóru svefnherbergi á neðri hæðinni og 2 efri stofurnar á efri hæðinni. Af þeim sökum er bílskúrinn í miðju hússins þar sem viðbyggingin kom fyrir framan hann.

Þetta er einstakt hús á Tálknafirði, garðurinn er stór og gróinn og næg bílastæði eru við húsið.





 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hjarðartún 12
Skoða eignina Hjarðartún 12
Hjarðartún 12
355 Ólafsvík
239.6 m2
Einbýlishús
1128
225 þ.kr./m2
54.000.000 kr.
Skoða eignina Sandholt 19
Bílskúr
Skoða eignina Sandholt 19
Sandholt 19
355 Ólafsvík
252.1 m2
Einbýlishús
723
198 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Skoða eignina Strandgata 15
Skoða eignina Strandgata 15
Strandgata 15
450 Patreksfjörður
249.5 m2
Fjölbýlishús
735
208 þ.kr./m2
51.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin