BYR fasteignasala kynnir í einkasölu EGILSBRAUT 19 ÍBÚÐ 202, 740 Neskaupstaður.
Þriggja herbergja íbúð í bakhúsi með sérinngangi, aðkoma frá Kvíabólsstíg. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er timburhús, byggt árið 1902. Eignin skiptist í íbúð 54 m² og geymslu 10.7 m² samtals 64.7 m² samkvæmt skráningu HMS
Skipulag eignar: Inngangur/anddyri, alrými með stofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi og baðherbergi, sér geymsla í sameign.
Nánari lýsing: Inngangur/anddyri, þar eru snagar og skóskápur.
Alrými, með stofu og eldhúsi.
Í
eldhúsi, er Whirlpool uppþvottavél (fylgir), ofn í vinnuhæð, helluborð og vaskur, gluggi.
Tvö svefnherbergi, engir fataskápar.
Baðherbergi, fíbóplötur á veggjum, upphengt salerni, handlaug og baðkar, gluggi.
Þvottaaðstaða er í skáp í alrými, pláss fyrir þvottavél og þurrkara.
Gólfefni: Vínylparket er á öllum rýmum.
Gólfhiti er í íbúð, gólfhitastýringar á veggjum.
Öll ljós fylgja. Sér geymsla er í sameign.
Árið 2018 var húsnæðinu breytt í íbúð, allar innréttingar, hurðar, flestir gluggar, vatns- og raflagnir eru síðan þá. Egilsbraut 19 er bárujárnsklætt timburhús, bárujárn á þaki, timburgluggar og hurðar. Húsið er byggt í „vínkil" framhluti hússis skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris, bakhluti hússins skiptist í hæð og „ris".
Sérnotaflötur með tveimur bílastæðum er við inngang íbúðar. Timburstigi liggur að inngangi íbúðar.
Lóð er sameiginleg 742 m² leigulóð í eigu Fjarðarbyggðar.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 250-4390.Stærð: Íbúð 54.1 m². Geymsla 10.7 m² Samtals 64.7 m².
Brunabótamat: 27.000.000 kr.
Fasteignamat: 17.250.000 kr
Byggingarár: 1902.
Byggingarefni: Timbur.