PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilegt 204,4 fm einbýlishús að Erlutjörn 5, 260 Reykjanesbæ.
Eignin skiptist upp í forstofu, gestasalerni, þvottahús, geymslu, rúmgott eldhús, sjónvarpshol, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og bílskúr. Mjög gott skipulag er á eigninni og nýtist mjög vel.
Eignin getur verið laus við kaupsamning.
Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi og skáp
Forstofusalerni með flísum á gólfi upphengdu salerni og vask í innréttingu
Geymsla inn af bílskúr með flísum á gólfi og góður fataskápur í rými fyrir utan geymslu
Bílskúr 32,4 fm að stærð málað gólf og rafmagns opnun
Þvottahús með flísum á gólfi, góður skápur og innrétting fyrir tæki. Tveir inngangar eru í þvottahús, annarsvegar frá forstofu og svo frá eldhúsi.
Sjónvarpshol með parketi á gólfi sem er ný slípað og lakkað.
Eldhús með flísum á gólfi, lökkuð svört innrétting ásamt stein á borðum.
Stofa er rúmgóð og skiptist í borðstofu og stofu með parketi á gólfi með útgengni út á sólpall, inn af stofu er flísalagt rými sem er möguleiki að vera með fallega setustofu með útgengni út á sólpall með heitum pott.
Svefnherbergin þrjú eru öll mjög rúmgóð með nýju parketi á gólfum og fataskápum sem eru ný málaðir
Baðherbergi er allt ný tekið í gegn, baðkar, sturta, flísar á gólfi og veggjum, salerni og góð innrétting með tveimur vöskum.
Lóð er tyrfð, verönd með skjólveggjum og heitum potti. Góður geymsluskúr er á lóð.
Stórt hellulagt bílaplan.
** Baðherbergi og forstofusalerni ný tekið í gegn**
** Nýtt harðparket á svefnherbergisgangi og herbergjum**
** Parket í alrými nýlega slípað og lakkað**
** Allt ný málað að innan**
** Hurðar og fataskápar ný sprautulakkað**
** Hús nýlega klætt að utan**
** Heitur pottur á verönd með Danfoss stýringu**
Flott hús sem vert er að skoða, sýnum samdægurs.
Allar nánari upplýsingar veita:
Hákon Ó. Hákonarson
Löggiltur fasteignasali
420-4030 / 899-1298
hakon@prodomo.is
Lilja Valþórsdóttir
Löggiltur fasteignasali
420-4030 / 860-6886
lilja@prodomo.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.