STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Bjarta og snyrtilega 113,4 fm 4ra herbergja íbúð á 4. og efstu hæð í snyrtilegu fjölbýli. Íbúðin og húsið hefur fengið jafnt og gott viðhald í gegnum tíðina. Búið er að skipta um alla ofna í íbúðinni, ásamt nýlegum sólbekkjum. Skyggni múrviðgert 2021, gluggar á svölum málaðir, bílaplan tekið upp malbikað og málað ásamt því að lagðar voru fjórar línur fyrir rafstöðvar. Tvær rafhleðslustöðvar 2022 fyrir tvo bíla hvor. Skipt var um dósir og tengla í íbúð ca 2017. Skipt var um gler og glugga árið 2012 nema á svölum og gafli. Þak var yfirfarið 2012.
Stutt er í alla helstu þjónustu eins og leik- og grunnskóla ásamt að íþróttastarf ÍR er í næsta nágrenni.
Íbúðin er 101,1 fm (merkt 04-0404) og geymsla er 12,3 fm (merkt 04-0010) samtals er eignin 113,4 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.
FASTEIGNAMAT ÁRSINS 2026: 69.650.000.-Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa er með flísum á gólfi og skápum.
Hol er með flísum á gólfi.
Stofa er með harðparketi og djúpum suðursvölum.
Eldhús er með flísum á gólfi og snyrtilegri viðarinnréttingu einnig er þvottavél í eldhúsi.
Svefnherbergin eru þrjú og eru með harðparketi á gólfi og skápum í tveim af þrem herbergjum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, baðkar með sturtu, wc, skúffur undir vask, gluggi með opnanlegu fagi. Skipt um vask árið 2018 og nýtt wc árið 2023.
Þvottahús er í sameign í kjallara og þar getur fólk verið með sína vél en seljendur eru með þvottavél innan íbúðar.
Geymsla er í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign í kjallara.