OPIÐ HÚS nk. laugardag frá klukkan hálftvö til tvö.
Jóhannes E. Levy kynnir: Álfheimar 29, 104 Reykjavík – glæsileg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérbílastæði og sérinngangi á norðurhlið hússins.
Eignin er merkt 01-0001 með fastanúmer 2021280. Íbúðinni tilheyrir sérafnotaflötur 17,1 m² undir svölunum á hæðinni fyrir ofan.
Birt stærð eignarinnar 95,0 m² hjá HMS.
Nánari lýsing eignarinnar:Komið er inn í flísalagða
forstofu og þaðan inn í hol sem er hjarta íbúðarinnar.
Baðherbergi með walk-in sturtu, Ifö innréttingu frá Tengi, flísalagt í hólf og gólf, rafhiti í gólfi. Frá holi er komið í
svefnherbergisálmu sem hefur að geyma rúmgott
hjónaherbergi,
barnaherbergi og svo
geymslu innan íbúðar sem er notað sem
fataherbergi. Úr holi er einnig gengið í stóra og bjarta parketlagða
stofu og borðstofu sem og í
eldhúsið sem skartar nýlegri eldhúsinnréttingu og tækjum. Skv. teikningu er búið að gera ráð fyrir hurð úr stofu og væri þá komið beint inná sérafnotaflötinn.
Þvottahús er í sameign á sömu hæð og innangengt úr íbúðinni.
Hljóðvist er góð í húsinu þar sem platan fyrir ofan er þykkari en venjulega því upphaflega var gert ráð fyrir verslun á jarðhæðinni.
Góð aðkoma er að húsinu frá Álfheimum, lóðin frá sérbílastæðinu og að inngangi nýtist þessari íbúð einna best þar sem íbúðir efri hæða hafa aðkomu og bílastæði hinu megin við húsið (frá Glaðheimum). Stutt er í grunn- og leikskóla, ýmsa þjónustu og alla þá afþreyingu sem Laugardalurinn hefur uppá að bjóða. Frábær staðsetning í þessu vinsæla hverfi Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar veitir Jóhannes E. Levy, í síma
7721050, tölvupóstur
johannes@fasteignasali.net.