Fallegt og vel skipulagt 181m² parhús á tveimur hæðum. Fimm svefnherbergi, stór timburpallur með heitum potti. Steypt upphitað bílaplan þar sem pláss er fyrir tvo bíla, þriggja fasa rafhleðslustöð. Örstutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla og frábærar gönguleiðir allt í kring. Góð eign á þessum eftirsótta og fallega stað.Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 181m², flatarmál íbúðarrýmis er 163,3m² og flatarmál bílskúrs er 17,7m². Fyrirhugað fasteignamat 2026 kr. 148.750.000.
Smellið hér til að fá söluyfirlit sent straxNánari lýsing
neðri hæð. Gólfefni eru parket og flísar. Hiti er í gólfum neðri hæðar.
Forstofa er flísalögð og með fataskápum.
Stofa og borðstofa eru í opnu og björtu samliggjandi rými sem er opið inn í eldhús. Gólfsíðir gluggar eru í stofu og borðstofu. Frá stofu er hægt ganga út á timburverönd.
Eldhús er með hvítri innréttingu frá HTH, steinn á eldunareyju og eldhúsi, innbyggð uppþvottavél og ísskápur, tækjaskápur, niðurfellt helluborð og bakarofn og combi-ofn í vinnuhæð.
Gestasnyrting með vegghengdu salerni innbyggðum blöndunartækjum, flísar á gólfi og uppá veggi.
Þvottahús með innréttingu, skolvask og handklæðaofni. Flísar á gólfi. Frá þvottahúsi er hægt að ganga útá baklóð.
Efri hæð. Gangur og öll herbergi eru með parketi á gólfum.
Herbergi 1 er rúmgott með fataherbergi innaf,
Herbergi 2 er rúmgott, frá þessu herbergi er gengið út á suður svalir með fallegu útsýni.
Herbergi 3 gott herbergi með fataskápum.
Herbergi 4 gott herbergi með fataskápum.
Herbergi 5 gott herbergi með fataskápum.
Baðherbergi er með gólfhita, hvítri innréttingu frá HTH, gott skúffupláss og speglaskápur ofan við handlaug, fallegt frístandandi baðkar, walk in sturta með innbyggðum blöndunartækjum og handklæðaofni. Flísar á gólfi og upp á veggi,
Bílskúr er með epoxy á gólfi og rafmagnsopnun á hurð. Innangengt er frá íbúð inn í bílskúr.
Geymsla er innaf bílskúr við hlið þvottahúss.
Mjög vandaðir Svarre gluggar (Vrøgum sérinnfluttir frá DK). Þrefalt gler og viðhaldsfríir. Dekktir og ysta gler nær yfir gluggakarmana. Snjall lýsing í öllum helstu rýmum með Philips Hue og Busch Jaeger (Friends of Hue) rofum. Allir rofar dimmanlegir og stillanlegir.
Snjall lýsing úti og einnig á potti og pergólu. Búið að leggja rafmagn víða undir palli fyrir fleiri lýsingar. Hægt að kveikja á pottinum úr síma en einnig handvirkt úr bílskúrnum. Geymsla bakvið hús er einangruð og upphituð með rafmagni. Geymsla að framan einangruð að hluta en ekki upphituð. Búið að leggja rafmagn þangað en eftir að tengja. Steypt upphitað bílaplan og hitaleiðari út í pott. Nettenglar í öllum herbergjum og stofu/eldhúsi. Varmaskiptir í bílskúr sem hitar allt vatn sem fer í heita neysluvatnið.
Nánari uppl.Brynjar Þór Sumarliðason löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma
896 1168 - brynjar@eignamidlun.is
Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali í síma
824 9093 - kjartan@eignamidlun.is