Borgir fasteignasala kynnir eignina Hofsvík 10, 805 Selfoss, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 234-4323 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Um er að ræða hús sem er framleidd af Citic Construction sem er einn af stæðstu framleiðendum á húsum í heimi og er stálgrindar einingahús með tveimur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, eldhúsi/borðstofu/stofu, mikilli lofthæð og gólfsíðum gluggum og fallegu útsýni. Hiti í gólfi frá Danfoss. Hallogen ljós í loftinu. Pallur með skjólvegg. Öryggisgler er í öllu húsinu. Auðvelt að setja upp heitan pott.
Eignin Hofsvík 10 er skráð sem sumarhús í Grímsnesi nánar tiltekið í Hraunborgum í landi Sjómannadagsráðs 45 mín akstur frá Reykjavík. Birt stærð 73.8 fm.
Lóð
Nánari upplýsingar veita:
Jóhanna M Jóhannsdóttir, Löggiltur fasteignasali, johanna@borgir.is sími 8200788
Bjarklind Þór, Löggiltur fasteignasali, bjarklind@borgir.is sími 6905123Nánari lýsing: Hofsvík 10 er fokheld og selst í því ástandi sem hún er í dag.
Stofa/borðstofa er í opnu rými með gólfsíðum gluggum sem snúa til suðurs, mikilli lofthæð og fallegu útsýni.
Gert er ráð fyrir 2 svefnherbergjum með gólfsíðum gluggum og hurð útá pall, innaf stærra herberginu er gert ráð fyrir baðherbergi.
Skriðkjallari er undir öllu húsinu
Tengigjald fyrir hita og rafmagn er tengt og greitt.
Öryggisgler í öllu húsinu.
Annað/Umhverfi:
Lóðin er fallega staðsett með fallegu útsýni.
Lóðarleigusamningur í gildi til 31.ágúst 2067.
Öryggishlið inn á svæði og öflugt sumarhúsafélag.
Búið er að greiða fyrir heitt og kalt vatn ásamt rafmagni.
Rotþró í jörðu.Vegur og bílastæði.
Stutt er í allskyns afþreyingu, útivstarsvæði og þjónustu. Á svæðinu eru t.d. sundlaug með heitum potti og eimbaði, hjólhýsastæði, æfingagolfvöllur, minigolf, sparkvöllur, leiksvæði fyrir börn og verslun sem starfrækt er að sumarlagi. Stærri golfvöllur, verslanir og margt fleira er svo í nokkura mínútna akstursfjarlægð.