Díana og Hulda löggiltir fasteignasalar hjá fasteignasölunni Garður kynna til sölu:
Glæsilega 4ra herbergja íbúð með sérinngangi og sérverönd/svölum við Skyggnisholt 12 í Vogum á Vatnsleysuströnd.Húsið er klætt að utan, á tveimur hæðum og með sérinngang, alls 8 íbúðir eru í húsinu.
Samkvæmt Hms er stærð 106.6 fm. íbúð er á 2.hæð með sérinngangi.Fá söluyfirlitForstofa er flísalögð með skápum.
Eldhús og stofa í björtu alrými með útg. á svalir.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi með skápum, parket á gólfi.
Baðherbergi með walk-in sturtu, innrétting með handlaug, handklæðaofn og stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla er innan íbúðar.
Samkvæmt seljanda:Innréttingar og skápar eru frá HTH Ormsson, bakarofn, keramik helluborð, eyjuháfur/veggháfur(kolasíu) frá Gorenje. Harðparketi er á gólfum fyrir utan votrými sem eru flísalögð. Gluggar eru ál-trégluggar frá Byko. Tvöfalt hefðbundið verksmiðjuframleitt K-gler.
Lóðin er fullfrágengin, gönguleiðir að stigahúsi eru hellulagðar og með hita, tröppur með hita. Bílastæði malbikuð og hleðslustöð fyrir tvo bíla á bílastæði sem er í sameign. Dýrahald leyft.
Frábær staðsetning í Vogunum sem er ört stækkandi og vinsælt sveitafélag.Komin er verslun á svæðið og veitingarstaður sem er í 5 mínútna göngufjarlægð auk þess sem gert er ráð fyrir verslunar-og þjónustukjarna í næstu götu.