TORG FASTEIGNASALA KYNNIR Í EINKASÖLU: Fallega og bjarta fimm herbergja íbúð með stæði í bílageymslu í Ásakór 7, 203 Kópavogi. Eignin er samtals 130 fm, vel skipulögð og telur fjögur svefnherbergi, stofu og eldhús í opnu rými, baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu, stæði í bílageymslu og sameiginlega hjóla- og vagnageymslu. Rúmgóðar svalir til suðurs. Allar innréttingar eru frá Sérverk, fallegt ljóst viðarparket á gólfi nema í votrýmum og forstofu en þar eru flísar á gólfum.
Nánari upplýsingar veitir Sunna Sigurjónsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 8450517, tölvupóstur sunna@fstorg.is.
Nánari lýsing:
Forstofa: Snyrtileg forstofa, rúmgóður fataskápur sem nær upp í loft og flísar á gólfi.
Svefnherbergi I: Innangengt frá forstofu, fataskápur sem nær upp í loft og ljóst viðarparket á gólfi. Fallegt útsýni til norðurs.
Svefnherbergi II: Búið er að opna á milli herbergja I og II, rúmgott herbergi, fataskápur sem nær upp í loft og ljóst viðarparket á gólfi. Fallegt útsýni til norðurs.
Svefnherbergi III: Rúmgott herbergi, fataskápur sem nær upp í loft og ljóst viðarparket á gólfi. Fallegt útsýni til norðurs.
Eldhús: Vel skipulagt L-laga eldhús með eyju, innrétting með efri skápum sem ná upp í loft og borðplata úr svörtum granít. Flísar á gólfi. Fallegt útsýni til vesturs.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð með ljósu viðarparketi á gólfi. Fallegt útsýni til vesturs.
Svalir: Útgengt á stórar svalir (13,2 fm) úr stofu.
Svefnherbergi IV: Rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskápum sem ná upp í loft, ljóst viðarparket á gólfi.
Þvottaherbergi: Tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vinnuvaskur og flísar á gólfi.
Baðherbergi: Falleg hvít innrétting, upphengt wc, handklæðaofn, sturta og baðkar. Flísar í hólf og gólf.
Geymsla: 9,9 fm. geymsla í sameign.
Sameign: Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Sameign er öll sú snyrtilegasta og búið að koma fyrir hleðslustöðvum á bílastæði.
Að sögn seljanda hafa eftirfarandi endurbætur átt sér stað á síðustu árum:
2025 - Forstofa, hol/gangur, eldhús, hjónaherbergi og hornherbergi málað. Hurðar og skúffufrontar í forstofu hjónaherbregi sprautulakkað. *Gler í opnanlegum gluggum suðvestan megin verður skipt um núna í maí-júní 2025. Nýr dyrasími í íbúð.
2024 - Nýtt gler sett upp í baðkari og sturtubotni. Ný blöndunartæki í baði og sturtu. Baðskápur frontar sprautulakkaðir og hliðar filmaðar.
2023 - *Gluggar lakkaðir að innan í allri íbúðinni.
2022 - Eldhúsinnrétting sprautulökkuð. Eldhúsi breytt frá upphaflegum teikningum. Innrétting færð og veggur tekinn niður og ný eldhúseyja sett upp með granítplötu. Sökklar filmaði í eldhúsi ásamt listum fyrir ofan skápa.
Allar hurðar innan íbúðar sprautulakkaðar. Forstofuhurð glerjuð með fönskum gluggum. Parket pússað og lakkað.
Skipt um gólfefni nýjar flísar í eldhúsi og forstofu. Rafmagnsinntak fært fyrir ofn og ísskáp og háfur fjarlægður.
2019 - Stofa máluð og loft í alrými.
Viðhald á sameign í Ásakór 5-7 hefur verið til fyrirmyndar að sögn seljanda.
Björt og falleg eign þar sem stutt er í leik- og grunnskóla og alla helstu þjónustu. Guðmundarlundur, Elliðavatn og Heiðmörk og aðrar náttúruperlur í göngufæri.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.