RE/MAX / Ágúst Ingi Davíðsson / 787-8817 kynnir:Virkilega fallega 4ra herbergja íbúð á annari hæð, endaíbúð, í steinsteyptu fjölbýlishúsi á frábærum stað í Rimahverfinu.
Skv. HMS og eignaskiptasamningi er birt stærð eignarinnar samtals
101,5 m². Þar af er íbúð 96,5 m² og geymsla 5 m².
- Sérmerkt bílastæði
- 3 Svefnherbergi
- Stutt í allar helstu þjónustur
- 112 ReykjavíkSKOÐAÐU EIGNINA Í 3D HÉRÍbúðin skiptist í forstofu, eldhús/borðstofu/stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Þá fylgir íbúðinni jafnframt geymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymslu.
Nánari lýsing: Forstofa er flísalögð með stórum fataskáp.
Stofa og borðstofa er í opnu rými með eldhúsi. Parket á gólfi.
Frá stofu er útgengt út á
svalir sem snúa í suður.
Eldhúsið er með efri og neðri skápum og hvítum flísum á vegg á milli skápa. Gott borðpláss er í innréttingunni.
Hjónaherbergið er með parket á gólfi og stórum fataskáp.
Svefnherbergi I er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi II parket á gólfi og innbyggðum fataskáp.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Sturtuklefi, salerni, stórir veggfastir skápar, innrétting með vaski og stæði fyrir þvottavél og þurrkara undir vinnuborði.
Geymsla er á jarðhæð (5 m²), hillur fylgja með.
Sameiginlegur garður.
Framkvæmdasaga samkvæmt seljanda:- Nýjar hurðar (febrúar 2022)
- Nýtt parket lagt (febrúar 2022)
- Gluggar og ofnar málaðir (febrúar 2022)
- Nýjar gardínur í gluggum (febrúar 2022)
Frekari upplýsingar veitir:
Ágúst Ingi Davíðsson, löggiltur fasteignasali í síma 787-8817 / agust@remax.is__________________________
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vskÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.