Kasa fasteignir 461-2010.
Dalsgerði 4, 600 Akureyri. Falleg 5 herbergja endaraðhús á tveimur hæðum á vinsælum stað á Brekkunni samtals 151,8 fm. íbúðin hefur verið nokkuð endurnýjuð og fallegt útisvæði er við eignina.
Eignin skiptist í. Efri hæð: Forstofa, hol, borðstofa, stofa, sjónvarpshol, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi.
Neðri hæð: Skiptist í forstofu,gang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottahús.
Efri hæð:
Forstofa: Þar eru flísar á gólfum.
Eldhús: Hvítsprautuð innrétting, flísar á gólfum og milli skápa.
Borðstofa/stofa: Bjart og rúmgott rými með parketi á gólfum.
Sjónvarpshol: Þar er parket á gólfum og er aðeins lokað frá stofu og borðstofu.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, lítil innrétting og sturta.
Svefnherbergi: Er eitt á hæðinni og þar er parket á gólfum.
Steyptur stig er á milli hæða.
Neðri hæð:
Forstofa: Við bakútgang þar eru flísar á gólfum og á gangi.
Svefnherbergi: Eru þrjú öll með parketi á gólfum, Skápar eru í tveimur herbergjum og parket á gólfum.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf, lítil innrétting og sturta.
Geymsla: Góð geymsla er að neðri hæð.
Þvottahús: Rúmgott með stórri innréttingu og flísum á gólfi.
Inngangur er inn á neðri hæð að austan, á lóð eru tveir geymsluskúrar.
Annað:
-Verönd fyrir framan húsið (vestan) öll tekin í gegn sumar 2020. Hiti settur í steypa stétt og steyptir sólpallar og bílastæði gert fyrir framan húsið. Nýir timburskjólveggir gerðir og settur heitur pottur og rafmagnstenglar
-Búið að leggja rafmagn fyrir tengil fyrir rafmagnsbíl, engin hleðslustöð.
-Rúmgóð bílastæði við eignina.
- Vinsæl staðsetning nálægt skóla og íþróttasvæði.
Nánari upplýsingar veita:
Sigurpáll á sigurpall@kasafasteignir.is eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á helgi@kasafasteignir.is eða í síma 666-0999.
Sibba á sibba@kasafasteignir.is eða í síma 864-0054.
------------
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.