Fasteignasalan Hvammur 466 1600Bjarmastígur 9 - Mikið endurnýjuð 4ra herbergja neðri hæð með sér inngangi í tvíbýlishúsi rétt fyrir ofan miðbæinn - stærð 169,3 m² en þar af er íbúð á hæð 118,2 m² * Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega og innbú getur selst með * Eignin skiptist í forstofu, geymslu, hol, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og stofu. Í kjallaranum eru fjórar sér geymslur og sameiginlegt þvottahús.
Forstofa er með flísum á gólfi. Úr forstofu er gengið inn á rúmgott
hol með harð parketi á gólfi og viðar þiljum á hluta veggja.
Eldhús, ljós máluð innrétting með flísum á milli skápa. Nýleg vifta. Harð parket á gólfi og gólfihiti. Gengið er í gegnum eldhúsið og inn í sameiginlega stigagang til að fara niður í kjallara.
Stofa er með harð parketi á gólfi, gólfhita og gluggum til tveggja átta.
Svefnherbergin eru þrjú, öll frekar rúmgóð, með ljósi harð parketi á gólfi og gólfhita. Stór sprautulakkaður fataskápur er í hjónaherberginu.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2023. Þar eru flísar á gólfi og hluta veggja, innrétting, upphengt wc, walk-in sturta og opnanlegur gluggi. Tengi er fyrir þvottavél.
Lítil
geymsla er á hæðinni til hliðar úr forstofunni, þar er ekki full lofthæð.
Sameiginlegt þvottahús er í kjallaranum með lökkuðu gólfi.
Fjórar sér geymslur eru í kjallaranum, tvær rúmgóðar, um 13 m² og 20 m² að stærð og báðar með opnanlegum gluggum. Vinnurborð og hillur eru í annarri af stærri geymslunum.
Annað- Húsið var múrviðgert og málað að utan árið 2021
- Eignin var mikið endurnýjuð árið 2023, lagður gólfhiti í alla hæðina fyrir utan geymslu, nýtt harð parket lagt á helstu rými og flísar á forstofu og baðherbergi og nýjar hvítar innihurðar.
- Búið er að endurnýja rafmagnstengla á hæðinni og draga nýjar lagnir í hluta.
- Tröppur heim að húsi voru endurnýjaðar árið 2024.
- Geymslur í kjallara og sameign í kjallara var málað árið 2024.
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
- Fyrirhugað fasteignamat eignar fyrir árið 2026 er kr. 65.200.000.-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.