Sunna fasteignasala og Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs., kynna eignina Grýtubakki 10, 109 Reykjavík.
Um er að ræða mikið endurnýjaða, bjarta og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð í mikið endurnýjuðu fjölbýlishúsi á þessum barnvæna stað við Grýtubakka 10 í Breiðholti. Útgengt er frá stofu út á svalir til vesturs.
**Árið 2024 var farið í miklar framkvæmdir utanhúss þar sem framkvæmd var steypuviðgerð, þakrennur endurnýjaðar, húsið málað að utan, settar nýjar svalahurðir, gler og viðhaldsléttari gluggar. Þessari framkvæmd er nú að fullu lokið og eru þær greiddar að fullu.**
Eignin samanstendur af forstofugangi, eldhúsi, stofu, borðstofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu, 3 svefnherbergjum og geymslu í kjallara. Íbúðin er 91,1 fm og geymslan er 9,2 fm, samtals 100,3 fm.
Helstu endurbætur á íbúð:
* 2020 Vatns- og ofna lagnir innan íbúðar endurnýjað (allt endurnýjað að inntaki íbúðarinnar)
* 2020 Hurðargöt stækkuð og nýjar innihurðar settar
* 2020 Allir ofnar endurnýjaðir
* 2020 Baðherbergið tekið í gegn (sturta, flísar, vaskur, skápar og hiti í gólf)
* 2020 Eldhúsinnrétting máluð, nýtt helluborð, vaskur og borðplata.
* 2020 Rafmagnstafla í íbúð endurnýjuð.
* 2020 Rofar og tenglar endurnýjaðir.
* 2020 Rafmagn ídregið (fyrir utan loftljós)
* 2020 Netkaplar (CAT5) dregnir í öll herbergi og stofu
* 2020 Parket endurnýjað
* 2024 Geymsla máluð, lakkað gólf, skipt um hurð (sett stærri), ný læsing og settar upp hillu einingar
* 2024 Alrými og barnaherbergi málað
* 2025 Tenglar endurnýjaðir í geymslu
Nánari lýsing:
Forstofugangur með fataskápum sem fylgja eigninni.
Eldhús með eldri innréttingu með efri og neðri skápum, bakarofni og helluborði með viftu yfir. Tvöfaldur ísskápur getur fylgt eigninni gegn auka gjaldi.
Stofa/borðstofa með útgengi út á góðar svalir til vesturs. Veggfestir skápar í stofu geta fylgt með.
Hjónaherbergi með góðum nýlegum fataskáp.
Barnaherbergi (1) er parketlagt með fataskáp.
Barnaherbergi (2) er parketlagt.
Baðherbergið er endurnýjað með flísalögðu gólfi og veggjum að hluta, fallegur skápur og innbyggðar hillur fylgja, sturta með glerhlið, fallegri hvítri innréttingu með efri skápum með speglahurðum, og útloftunartúðu. Á baði er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjólageymsla er í sameign, einnig er sameiginlegt þvottahús. Örstutt er í skóla, leikskóla og alla helstu verslun og þjónustu. Einnig er stutt í Elliðarárdalinn þar sem eru fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði.
Frábær eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs. í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.