Guðmundur Þór Júlíusson og Stefán Jarl löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Falleg, björt og vel staðsett 126,3 fm hæð með bílskúr sem telur 33,3fm í Snekkjuvogi 12, 104 Reykjavík. Bílskúr hefur áður verið nýttur sem íbúð.
Skipulag telur: Anddyri, stofa, borðstofa og eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús er í sameign í kjallara hússins, bílskúr er á lóð. Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum árin og talsverðar endurbætur bæði að utan sem innan. Möguleiki er á því að breyta einni stofu íbúðarinnar í herbergi.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða gj@remax.is / Stefán Jarl í síma 892-9966 eða stefan@remax.is
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Sameiginleg og eru flísar á gólfi.
Eldhús: Er flísalagt, falleg innrétting með uppþvottavél, ísskáp, háf og spanhelluborði. Bakarofn er í vinnuhæð.
Stofa og Borðstofa: Er rúmgóð og björt með fallegum gluggum. samliggjandi stofur, gengið frá gangi, parketlagðar, stórar og bjartar með góðum og gluggum sem snúa í suð/vestur.
Svefnherbergi: Parketlagt með rúmgóðum skápum.
Hjónaherbergi: Er parketlagt og með rúmgóðum fataskápum.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með glæsilegum 60x60 Terazzo flísum, baðkar með sturtuaðstöðu, handklæðaofn. Innrétting með hvítum vask, spegil og góðu skápaplássi.
Þvottahús: Er í sameign í kjallara hússins.
Um er að ræða frábæra staðsetningu í Vogahverfinu í Reykjavík, þar sem stutt er í fallegar göngu- og hjólastíga um hverfið, góð útivistarsvæði í nágrenni sem og verslun og þjónusta.
Bílskúr 33,3 fm: Staðsettur á plani með rafmagsopnun á hurð, rafmagni, heitu og köldu vatni, ásamt skólplögn.
Lóðin er falleg og vel við haldin, góð grasflöt við suð/vestur hlið baka til hússins. Bílaplanið er hellulagt og upphitað
Viðhald/endurbætur:
2019: Ný gólfefni, Nýjar innihurðar, Nýjir ofnar, Stofa og gangur opnaður, hurðargöt stækkuð, Nýjir fataskápar í herbergjum, Ný borðplata í eldhúsi, Nýr gluggi í stofu.
2020: Nýr gluggi í sameign ásamt endurnýjun og viðgerð á gluggum í kjallara.
2022: Hús málað að utan, Baðherbergi endurnýjað.
2023: Þak endurnýjað á bílskúr.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum og góðum stað innst í botnlanga við Vogaskóla. Eignin snýr í suður. Stutt er m.a. í leikskóla, skóla, góðar göngu- og hlaupaleiðir ásamt ýmis konar þjónustu, verslunum og veitingastöðum sem eru skammt frá. Heilt yfir er um fallegt og vel skipulagða hæð í eftirsóttu hverfi að ræða.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Stefáni Jarl löggiltur fasteignasali í síma 892-9966 eða stefan@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.