Eignin er seld með fyrirvara
STOFAN fasteignasala kynnir rúmgott og fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr við Heiðargerði 15, Reykjavík.
Eignin er skráð samtals 181,2 m², þar af er bílskúr 41,6 m².Eignin hefur verið endurnýjuð að miklu leyti
Fallegur garður / verönd með heitum potti
Þrjú herbergi
BílskúrNeðri hæð:
Komið er inn í
anddyri með fataskáp og þaðan inn gang í alrýmið á neðri hæðinni.
Eldhús er með hvítri innréttingu frá Alno með ljósri steinkvarts borðplötu. Vandaður bakarofn í vinnuhæð og stórt spanhelluborð með fallegum háf fyrir ofan. Innfelld lýsing. Eldhús er opið inn í borðstofu og stofu.
Gengið er út úr stofu á glæsilega og rúmgóða verönd með heitum potti, gervigrasflöt og eldunaraðstöðu þar sem gert er ráð fyrir pizzaofni og grilli. Innbyggð lýsing.Þvottahús er á gangi. Gengið er niður tröppu í þvottahúsið og því er lofthæð þar mikil. Innrétting fyrir vélar með efri skápum. Inntök vatns, rafmagns og ljósleiðara.
Gestasalerni er lítið en snyrtilegt með vaski.
Nýlega var lagður gólfhiti á neðri hæð og voru þá gólfefni endurnýjuð að hluta.Bílskúr er rúmgóður með gluggum á tvo vegu, hita og rafmagni. Bílskúrshurð og einnig hurð út í garðinn. Þak var nýlega endurnýjað á bílskúr.
Efri hæð:
Svefnherbergi eru þrjú öll með sérsmíðuðum fataskápum. Hjónaherbergið er sérlega rúmgott og innaf því er sólskáli sem er í dag nýttur sem skrifstofa.
Geymsla / fataherbergi með glugga er einnig á hæðinni.
Baðherberbergi er með flísum á gólfi og veggjum, falleg innrétting, upphengt salerni og baðkar með sturtu og handklæðaofn.
GÓLFEFNI: Eikarparket er á gangi og herbergjum á efri hæð en nýtt harðparket á neðri hæð. Teppi er á stiga milli hæða. Forstofa, baðherbergi, þvottahús og sólskáli eru flísalögð.
SÉRLEGA VEL SKIPULÖGÐ EIGN Á VINSÆLUM STAÐ Í BORGINNI ÞAR SEM STUTT ER Í ALLA ÞJÓNUSTU.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Atli Þór í síma 699-5080, atli@stofanfasteignir.is og Guðný Ósk í síma 866-7070, gudny@stofanfasteignir.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.