Laugardagur 17. janúar
Opið hús:18. jan. kl 12:30-13:00
Skráð 17. jan. 2026

Snæland 7

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
101.2 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
88.900.000 kr.
Fermetraverð
878.458 kr./m2
Fasteignamat
79.550.000 kr.
Brunabótamat
50.200.000 kr.
Mynd af Bára Jónsdóttir
Bára Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1971
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2038172
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
upprunalegar
Raflagnir
Tafla endurnýjuð í íbúð
Frárennslislagnir
Skólplagnir og dren endurnýjað 2024
Gluggar / Gler
endurnýjað á suðurhlið 2025
Þak
ástandsskoðað 2024, í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
suður svalir
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX og Bára Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali kynna: SNÆLAND 7, íbúð merkt 202, ÚTSÝNISSVALIR, ÞVOTTAHÚS INNAN ÍBÚÐAR, FATAHERBERGI OG GEYMSLA. 

Virkilega björt og falleg fjögurra herbergja íbúð með rúmgóðum svölum, fallegu útsýni, þvottaherbergi innan íbúðar, geymslu, fataherbergi/króki frá hjónaherbergi og snyrtilegri sameign. Eignin er staðsett innst í lokuðum botnlanga í rólegu og eftirsóknaverðu hverfi í Fossvogi með fallegum gönguleiðum í allar áttir þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttasvæði, verslunarmiðstöðina Kringluna, Skeifuna, Læknavaktina Austurveri og alla helstu þjónustu. 

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 101,2 m² sem skiptist í 92,6 m² íbúð og 8,6 m² geymslu.
Íbúðin er merkt 202 með fnr.2038172
Í sameigninni er sérgeymsla íbúðarinnar, hjóla- og vagnageymslur.  

Sækja söluyfirlit HÉR

Ert þú í söluhugleiðingum? Hafðu samband hér á bara@remax.is eða í síma 773-7404 og fáðu FRÍTT VERÐMAT á þína eign án skuldbindinga. 


Nánari lýsing:
 Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús og stofu/borðstofu, svalir út frá stofu, hjónaherbergi með fatakróki, tvö barnaherbergi, geymsla og þvottaherbergi.

- Gengið er inn í forstofu með fataskápi, panel á vegg og parketi á gólfi. 
- Eldhúsið er opið með eyju á gólfi og granít borðplötu, vönduðu helluborði og viftu. Það er í sameiginlegu rými með stofu/borðstofu. Gott skápapláss og parket á gólfum. Uppþvottavél fylgir.  
- Stofan er opin og björt, samliggjandi borðstofu, með partketi á gólfi, og stórum gluggum með sólvarnargleri.
- Frá stofu er gengið út á mjög rúmgóðar svalir sem skarta glæsilegu útsýni til suðurs. 
- Baðherbergið er flísalagt með sturtu, upphengdu salerni og handlaug með góðu skápaplássi. 
- Hjónaherbergið er mjög rúmgott með partketi á gólfi og góðu fataherbergi/króki.  
- Barnaherbergin eru parketlögð með fataskápi. 
- Þvottahús er innan íbúðar en einnig er sérmerktur tengill/stæði fyrir þvottavél/þurrkara í þvottahúsi í sameign. 
- Geymsla sem tilheyrir íbúðinni er á jarðhæð í sameign og er 8,6 m².
- Sameiginleg vagna- og hjólageymsla.

Viðhald og endurbætur:
2025 - Ný svalarhurð og sólvarnargler sett á suðurhlið.
2025 - Settir nýjir gluggar og gler á alla suðurhlið hússins.
2024 - Skipt um skólplagnir og dren. 
2024 - Dyrasímar endurnýjaðir. 
2024 - Gangstétt endurnýjuð fyrir utan hús og snjóbræðsla lögð í stéttina 
2024 - Rör lagt frá húsi til að einfalda uppsetningu á hleðslustöðvum.
2023 - Tenglar endurnýjaðir í sameign og hreyfiskynjari á ljós í forstofu.
2020 - Baðherbergið endurnýjað. Upphengt salerni, "walk in" sturta, nýr handklæðaofn, ný rafmagnsvifta í lofttúðu, ný innrétting og blöndunartæki. 
2020 - Rafmagnstafla endurnýjuð innan íbúðar.
2018 - Sprunguviðgerðir og málun.
- Nýlegar innihurðar eru í allri íbúðinni án þröskulda.

Engar yfirstandandi framkvæmdir hjá húsfélagi og engar væntanlegar framkvæmdir ákveðnar.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
Bára Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali 
RE/MAX senter
Skeifan 17 / 108 Reykjavík
E-mail: bara@remax.is
Sími: 773-7404

Vegma mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband á bara@remax.is og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Heimasíðan mín

Heimasíða RE/MAX

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf. 
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
24/02/202044.900.000 kr.51.000.000 kr.90.2 m2565.410 kr.
10/01/201221.150.000 kr.25.750.000 kr.90.2 m2285.476 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Grensásvegur 1F íb602
Opið hús:19. jan. kl 12:00-13:00
Grensásvegur 1F íb602
108 Reykjavík
82.1 m2
Fjölbýlishús
2
1034 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1A íb 213
Opið hús:21. jan. kl 12:00-13:00
Grensásvegur 1A íb 213
108 Reykjavík
89.2 m2
Fjölbýlishús
312
985 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1
Skoða eignina Grensásvegur 1
Grensásvegur 1
108 Reykjavík
90.7 m2
Fjölbýlishús
32
1002 þ.kr./m2
90.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1
Skoða eignina Grensásvegur 1
Grensásvegur 1
108 Reykjavík
91 m2
Fjölbýlishús
32
1018 þ.kr./m2
92.600.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin