Domusnova fasteignasala og Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:Í einkasölu:
Einbýlishús á tveimur hæðum, með auka íbúð, í Helgafellshverfinu í Mosfellsbæ
Húsið er steinsteypt og málað að utan. Bárujárn er á þaki og þakkanti.
Að innan telur eignin :
Forstofu með náttúruflísum á gólfi og fataskáp.
Hol/ miðrými/borðstofu með náttúruflísum á gólfum.
Eldhús með náttúruflísum á gólfi og rúmgóðri innréttingu, mósaík flísar eru á veggjum og milli efri og neðri skápa.
Stofa er með parketi á gólfi og er hún með extra hárri lofthæð. Þrep eru niður úr miðrými í stofuna. Parket með fiskibeina mynstri er á stofu.
Úr stofunni er hurð út á sólpall. Á sólpalli er steinsteypt sundlaug.
Á herbergjagangi eru
4 herbergi, öll með fataskápum auk baðherbergis.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, baðkari og innréttingu með handlaug.
Við hlið baðherbergis, þar sem áður var þvottahús skv. teikningu, er sturtuherbergi meða rúmgóðri "walk in" sturtu og handlaug, flísar eru á veggjum.
Við enda herbergjagangs er stigi niður í stórt alrými, sem notað er sem unglinga herbergi í dag
Þvottahús er með náttúruflísum á gólfi, úr þvottahúsi er gengið í bílskúr, sem er með tveimur innkeyrsluhurðum.
Gengið er inní
auka íbúðina á gafli hússins og er íbúðin á neðri hæð. um er að ræða stúdíó íbúð með eldhúsi og baðherbergi.
Garður er stór og gróinn með háum trjám.
Virkilega skemmtileg og vel staðsett eign sem býður uppá fjölda möguleika.
Nánari upplýsingar veitir:Sverrir Sigurjónsson löggiltur fasteignasali / s.662 4422 / sverrir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.