Hraunhamar kynnir rúmgóða og fjölskylduvæna eign í grónu umhverfi í Setberginu.
Um er að ræða 6-7 herb. íbúð á 2. og efstu hæð í litlu klasa húsi sem stendur á stórri hornlóð.
Íbúðin er skráð 165,2 fm. skv. skrá HMS en grunnflötur hennar og geymslu er samtals cirka 192 fm.
Skipting eignarinnar: Neðri hæðin: Forstofa, hol, eldhús með borðkróki, stofa, 3 svefnherbergi, baðherbergi og svalir.
Efri hæðin: Tvö svefnherbergi, hol, sjónvarpshol(mögulega svefnherbergi). baðhergi og þvottahús. Í kjallara er geymsla og reglubundin sameign.
Neðri/aðal hæð: Komið er inn í íbúðina á 2. hæð, þar er fyrst flísalögð forstofa með nýlegum fataskápum með rennihurðum.
Stofan/stofur eru annarsvegar rúmgóð og björt stofa er með gluggum á 3 vegu, gengið er út á svalir úr stofunni (s-austur átt) og borðstofan í sér-rými sem áður var herbergi og auðvelt er að breyta til baka og fá 5. svefnherbergið í íbúðina hinsvegar.
Eldhús er rúmgott og bjart, nýleg rúmgóð innrétting, Borðkrókur er við glugga í eldhúsinu sem snýr út í garðinn.
Baðherbergi er flísalagt með baðkari, innréttingu og glugga með opnanlegu fagi.
Tvö
svefnherbergi eru á neðri hæðinni, forstofuherbergi og hjónaherbergi með góðum skápum.
Efri hæð: er jafn stór neðri hæð að grunnfleti en hlut er undir súð sem þó nýtist mjög vel.
Þar er stórt
sjónvarpshol/stofa, að hluta til undir súð,
Tvö góð svefnherbergi og hol/krókur sem nýta má sem
vinnurými/skrifstofu. Baðherbergið er rúmgott, flísalagt með sturtuklefa og innréttingu. Inn af baðherbergi er rúmgott þvottahús með opnanlegum gluggum og ágætu geymsluplássi. Þvottahús er flísalagt með hillum/skápum og góðri aðstöðu fyrir þvottavél og þurkara.
Efri hæðin er aðeins skráð sem 52,8 fm. er nýtanlegir fermetrar eru a.m.k. 73.
Húsið virðist í góðu ástandi að utan,Sameign er afar snyrtileg og björt. Húsið er byggt þannig að íbúðirnar skarast sem minnst sem takmarkar hvað heyrist á milli. Þá hefur íbúðin glugga á 3 vegu og sem tryggir gott birtuflæði.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús, vagna og hjólageymsla og sér geymslur fyrir íbúðirnar.Þessari íbúð fylgja tvær geymslur (samtengdar og innangengt) aðeins eru 8,4 fm. skráðir en þar er vantalin innri geymslan og því heildar stærð geymslna 14,9 fm.
Umverfis húsið er stór og gróin hornlóð, þar er afar skjólsælt.Gólfefni eru parket og flísar.
Þetta er sérlega falleg eign sem vert að skoða. Gott skipulag og er íbúðin er efri hæðin að hluta til undir súð er því stærri að grunnfleti.
Skv. Fasteignamati ríkisins er íbúðin skráð 165,2 fm en geymslan er stærri en þar kemur fram.
Frábær staðsetning, stutt í skóla, leikskóla og aðra þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603, hlynur@hraunhamar.isSkoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 41 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.