**Opið hús mánudaginn 1. september milli kl. 17:00 og 17:30**
Falleg 99,9 fermetra fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð með sérinngangi af svölum í góðu fjölbýli við Klapparhlíð 30 í Mosfellsbæ. Þrjú svefnherbergi og rúmgott alrými. Útgengi frá stofu út á rúmgóðar svalir til suðvesturs með fallegu útsýni. Gott þvottahús innan íbúðar. Um er að ræða eftirsótta staðsetningu í Mosfellsbæ. Leikskóli, grunnskóli og sundlaug/íþróttasvæði í göngufjarlægð. Verslun og þjónusta er í næsta nágrenni ásamt frábærum hjóla- og gönguleiðum. Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 99,9m², flatarmál íbúðarrýmis er 91,5m² og flatarmál geymslu er 8,4m². Fyrirhugað fasteignamat næsta árs er kr. 74.900.000.-
Smellið hér til að fá söluyfirlit sent straxNánari lýsing:Forstofa er rúmgóð, vinylparketi á gólfi. Sérinngangur af svalagangi og fataslá.
Stofa er rúmgóð, með harðparketi á gólfi og gluggum til suðurs. Opin við eldhús.
Svalir eru rúmgóðar, snúa til suðvesturs.
Eldhús er með fallegri nýlegri eldhúsinnréttingu frá Brúnás, bakaraofn í vinnuhæð, spanhelluborð, háfur og innbyggð uppþvottavél. Gluggi til suðvesturs. Harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi er stórt með harðparketi á gólfi, rúmgóðum skápum og glugga til norðurs og vesturs.
Svefnherbergi II er með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til norðurs.
Svefnherbergi III er með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til vesturs.
Baðherbergi er með flísum á gólfi. Baðkar með sturtutækjum. Innrétting við vask og skápar með góðu geymsluplássi.
Þvottahús er með flísum á gólfi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gengið inn í þvottahús frá baðherbergi.
Geymsla er staðsett á sömu hæð og íbúð og er 8,4 fermetrar að stærð.
Hjóla- og vagnageymsla: Rúmgóð með beint útgengi frá sameign. Húsið er að mestu bárujárnsklætt og lítur vel út.
Nýlegt viðhald á vegum húsfélags:
Ytra tréverk húsins málað 2022. Loftræstikerfi hreinsað og yfirfarið 2023. Tæknirými yfirfarið af pípara 2023. Viðhald á vatnslögnum, varmaskipti og fl. Tæknirými yfirfarið af rafvirkja 2023.
Nánari uppl.Brynjar Þór Sumarliðason löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma
896 1168 - brynjar@eignamidlun.is