Fasteignasalan Byggð 464-9955
Einstakar útsýnisíbúðir í hjarta Akureyrar. Staðsetningin býður íbúum við Austurbrú uppá einstök gæði. Íbúðirnar eru í nálægð við pollinn, miðbæinn og stóran hluta menningarstarfsemi Akureyrar.Fyrir ítarlegar upplýsingar, m.a. skilalýsingu smellið hér***Bókaðu einkaskoðun í síma 464 9955 eða á byggd@byggd.is***Íbúð 107Tveggja herbergja íbúð á jarðhæð með svölum sem snúa til austurs og verönd til vesturs í nýbyggingu við Austurbrú 14.
Íbúðin er samtals 77,3 fm., þar af er geymsla 6,8 fm.
Íbúðin:Komið er inn í opið anddyri með skáp. Við hlið skápa er gengið út á
verönd til vesturs.
Opið eldhús með L-laga innréttingu með kvarts stein, bakaraofn og innfelldum vask. Allar skúffur og skápar með ljúflokum. Innfelld lýsing frá Lumex.
Fyrir framan eldhúsinnréttingu er
stofa/borðstofa, útgengt út á
svalir til austurs með glæsilegu útsýni yfir pollinn.
Hjónaherbergi með góðum skáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Sturta með glerskili. Falleg innrétting frá Parka, kvarts steinn á borðplötu. Upphengt salerni. Skápur fyrir þvottavél og þurrkara, kvarts steinn á borðplötu.
Allar innréttingar, innihurðir, skápar og Electrolux eldhústæki eru frá Parka. Blöndunar- og hreinlætistæki eru frá Tengi.
Íbúðinni er skilað fullbúinni en án gólfefna.
Sameign er með glæsilegra móti.Komið er inn í rúmgott anddyri. Stórar ljósakrónur og lýsing frá Lumex gefa fallega birtu.
Hljóðplötur í lofti, þannig að hlóðvist verður með besta móti.
Flísar á gólfi frá kjallara og upp á pall fyrstu hæðar. Frá fyrstu hæð eru stigagangarnir teppalagðir.
Innangengt úr hverjum stigagangi niður í lokaða bílageymslu.
Við Austurbrú 10-14 verða 35 íbúðir og eru þær allar með verönd eða svalir. Gluggarnir nema við gólf fyrir óhefta dagsbirtu og útsýni. Flestum íbúðunum fylgir einkastæði í bílakjallara og þar eru einnig hjólageymsla og geymslur. Lyftur eru í öllum stigahúsum og gott aðgengi fyrir hjólastóla og barnavagna.
Í kjallara eru geymslur íbúðanna auk 62 bílastæða í bílageymslu.
Í heild er um að ræða 64 íbúðir að meðtöldum íbúðum úr húsum 16 og 18 sem koma í sölu síðar. Byggingarnar sem rísa Hafnarstrætis megin á reitnum munu hýsa glæsilegt hótel búið veitingastað og kokteilbar.
Allar frekari upplýsingar, verðlista og tegundir íbúða má sjá með því að smella hérÁætluð afhending: Sumar 2024
Framkvæmdaraðili: Pollurinn ehf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
Kaupandi greiðir skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati þegar það leggst á eignina.2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955