ALLT Fasteignasala kynnir í einkasölu: Mjög fallega, rúmgóða og bjarta 4. herbergja neðri sérhæð við Miðtún 8 í Reykjanesbæ. Eignin er skráð skv. FMR 149.4 fm og þar af er bílskúr 32 fm, í enda bílskúrs er tómstundarherbergi. Sér inngangur.Eignin hefur sér inngang, er björt, töluvert endurnýjuð með rúmgóðum bílskúr. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni auk tómstundaherbergis í enda bílskúrs, sér hurð er í það og gluggi. Eldhús er bjart með nýlegri hvítri innréttingu og er opið inn í borðstofu/stofu. Innangengt er frá eldhúsi í þvottahús. Útgengt er frá þvottahúsi út í bakgarð, þar eru tveir sólpallar. Baðherbergi er fallegt og rúmgott með gráum flísum á gólfi, hvítum veggflísum, eikarlitaðri innréttingu, stóru baðkari og upphengdu salerni. Forstofa er flísalögð. Geymsla er í forstofu. Rúmgott bílaplan.
* Nýlegt eldhús
* Nýlegt baðherbergi
* Nýleg gólfefni
* Nýlegt þakjárn á húsi og á bílskúr
* Nýlegir plastgluggar, útidyrahurð og svalahurð
* Hús málað að utan síðasta sumar
* Mjög vinsæl staðsetning í Holtaskólahverfi
* Frábær fjölskyldueign
*
Sæktu söluyfirlit hér! Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun veita:Elín Frímansdóttir lfs. í síma 8674885 eða elin@allt.is
Unnur Svava Sverrisdóttir lfs. í síma 8682555 eða unnur@allt.isNánar um eign:
Eldhús: Nýleg hvít innrétting með eyju sem er setið við, góðum tækjaskáp, vínilparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Nýlegur hvítur fataskápur, vínilparket á gólfi, fallegur panill á veggjum.
Barnaherbergin: Tvö góð barnaherbergi með lausum skápum og vínilparketi á gólfum.
Baðherbergi: Er innangengt úr hjónaherbergi og innangengt úr alrými. Gráar flísar á gólfi, hvítar flísar á veggjum. Falleg innrétting, baðkar og upphengt salerni.
Borðstofa/stofa: Afar rúmgóð og björt. Vínilparket á gólfi.
Forstofa: Flísalögð.
Þvottahús: Þvottahús er rúmgott með glugga, útgengt út í bakgarð. Rennihurð er að þvottahúsi. Sólpallur út frá þvottahúsi.
Geymlsa: Geymsla/fataherbergi í forstofu, rennihurð.
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með sér tómstundarherbergi í enda. Sólpalur framan við það.
Bílaplan: Rúmgott bílaplan.
Sólpallar: Tveir sólpallar fylgja í garði.
***Afar falleg, björt og vel skipulögð fjölskyldueign á frábærum stað í nálægð við Holtaskólaskóla, leikskóla, framhaldsskóla, verslun og miðbæ, sem sannarlega er vert er að skoða ***Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun veita:Elín Frímansdóttir lfs. í síma 8674885 eða elin@allt.is
Unnur Svava Sverrisdóttir lfs. í síma 8682555 eða unnur@allt.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.700 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.