ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Engjadal 4 virkilega fallega 2.herbergja 66,7 m2 íbúð á 2. hæð merkt 0210 með sérinngangi. Íbúðin er í enda á stigapalli vestan megin.
Möguleiki er að húsgögn fylgi með eigninni. Nýtt parket var sett á íbúðina 2023Nánari lýsing eignar .
Forstofa með flísalögðu gólfi og góðum hvítlökkuðum fataskáp.
Eldhús með fallegri innréttingu með nýlegum ofni í vinnuhæð, nýlegt keramik helluborð með viftu yfir.
Ísskápur og uppþvottavél í innréttingu fylgja með.Stofa með parketi á gólfi og útgengi út á rúmgóðar svalir sem snúa út í garð.
Svefnherbergið er rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum, hvít innrétting með efri og neðri skáp, baðkar með sturtu , upphengt salerni og handklæðaofn.
Þvottahús og geymslan er einstaklega rúmgóð með innréttingu þar sem gert er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, skolvaskur í innréttingu, flísalagt gólf.
Íbúðinni fylgja tvö merkt bílastæði. Í sameign er sameiginleg dekkja og hjólageymsla.
Ytrabyrgði eignar var sprungufyllt og málað árið 2023Skemmtileg eign með leikvelli á lóð með leiktækjum og stutt í skóla, leikskóla og aðra þjónustu og staðsett stutt við Reykjanesbraut.
Allar upplýsingar veitir:
Páll Þorbjörnsson
löggiltur fasteignasali
Gsm 560-5501
Netfang:
pall@allt.is ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.