Betri Stofan Fasteignasala og Hreiðar Levý, lögg. fasteignasali kynna 106,2fm, 4ja herbergja íbúð ásamt aukaíbúð í sérstæðum skúr á baklóð. Íbúðin er skráð 81.7fm og aukaíbúð/skúr á baklóð 24.5 fm eða samtals 106,2 fm. Aukaíbúðin er í með leigjanda með ótímabundinn leigusamning. Nýjir eigendur taka yfir þann leigusamning við kaupsamning.
Íbúðin skiptist í gang, 3 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, samliggjandi stofu og eldhúsi. Í bakgarði er skúr sem búið er að breyta og útbúa stúdíóíbúð. Sérinngangur í aukaíbúð úr bakgarði. Mjög gott skipulag og nýtast fermetrar innan íbúðar afar vel. Ein íbúð á palli. Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur með alla þá þjónustu, verslun og afþreyingu sem hann hefur upp á að bjóða. Góð fjölskyldueign með útleigueiningu. Einnig góð eign til fjárfestingar með möguleika á mjög góðum leigutekjum.
Bókið skoðun hjá: Hreiðar Levý, lögg. fasteignasala í síma 661 - 6021, netfang: hreidar@betristofan.is
Húsið er steinsteypt, kjallari, 3.hæðir og ris með tvíhallandi þaki með kvistum. Í kjallara er þvottahús sem er í sameign íbúða.
Lóðin er 214,3 m² leigulóð. Nýr lóðarleigusamningur er frá 1.7.23 og er til 75 ára.
Eignin Njálsgata 80, 101 Reykjavík er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 200-8404, birt stærð 106.2 fm, þar af er skúr (aukaíbúð) í garði merkt 020101, skráð 24,5fm.
Staðsetning eignar er á eftirsóttum og rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur. Nálægðin við iðandi mannlíf miðborgarinnar setur hverfið í flokk eftirsóttustu hverfa borgarinnar. Menningin blómstrar í miðborginni og það að búa í göngufæri við fjölbreytt úrval kaffi- og veitingastaða, leikhús, listasöfn og tónleikastaði býður upp á einstaka möguleika og mikil lífsgæði.
Endurbætur síðustu ár:
2016 - Þak lagfært
2021 - Hús múrviðgert og málað
2020 - Skipt um flesta glugga
Nánari lýsing:
Gangur: Komið er inn í gang frá stigapalli. Ein íbúð á palli. Pallur tengir saman flest rými íbúðar.
3 svefnherbergi: Þrjú rúmgóð svefnherbergi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og að hluta á veggjum. Bað með sturtu, klósett og innrétting með neðri skápum, vask og speglaskáp fyrir ofan vask.
Eldhús: Ljós innrétting með efri og neðri skápum og opnum hillum. Ofn í vinnuhæð, spanhelluborð og uppþvottavél. Opið við stofu.
Stofa: Opið við eldhús
Geymsla: Sér geymsla í sameignargangi í kjallara.
Aukaíbúð: Stendur á baklóð húss. Sér inngangur. Anddyri, baðherbergi með salerni, baði, vask og spegli fyrir ofan vask. Alrými með lítilli eldhúsinnréttingu og fataskáp.
Sameign: Snyrtileg sameign. Sameiginlegt þvottahús. Útgengt út í garð úr sameignargangi í kjallara.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is.