Borgir fasteignasala kynnir eignina
Kjarrvegur 3:Fallegt og vel skipulagt
einbýlishús á eftirsóttum stað í nýrri hluta Fossvogsins í Reykjavík. Húsið, sem er samtals 359 fermetrar, samanstendur af
hæð, risi, kjallara/auka íbúð og
viðbyggðum bílskúr. Einnig fylgja
3 bílastæði og
1 í sameign í götunni.
Í kjallaranum er þriggja herbergja
aukaíbúðaraðstaða með sérinngangi, sem auðvelt er að sameina við aðalíbúðina. Húsið er staðsett við göngu- og hjólastíg sem liggur að Nauthólsvík og áfram, sem og í átt að Fossvogi og Elliðárdalnum.
Stutt er í alla helstu verslun, þjónustu og skóla, enda staðsetningin vestast í Fossvogi mjög miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu. Húsið var byggt árið 1982 og garðurinn var hannaður af Stanislas Bohic.
Nánari upplýsingar veitir Aron Már Smárason Löggiltur fasteignasali, í síma 8887282, tölvupóstur
aron@borgir.is. Nánari lýsing eignar:
I hæðForstofa: Flísalögð , með pláss fyrir fatahengi.
Gangur/Hol: Flísalögð með miklum skápum.
Herbergi: Inn af holi er herbergi, gott fataskápapláss.
Herbergi II: Inn af holi er herbergi.
Rúmgott
eldhús með borðkrók, ágæt beiki innrétting. Gluggi út á verönd með inngang inná þvottahús.
Stofa: rúmgóð með sjónvarpshol, borðstofuborð og arinn. Málað 2022 og er útgengt útá suður garðinn og stóra verönd.
Baðherbergi flísalagt með vegghengdu salerni og handklæðaofni.
Þvottaherbergi innaf eldhúsi með sturtuklefa og skápum, útgengt þaðan útí garðinn.
Gengið úr þvottaherbergi í
bílskúrinn sem er með millilofti að hluta og sjálfvirkum opnara.
Timburstigi er í holi uppí rishæðina
II hæð:
Rúmgott hol með parketiBaðherbergi rúmgott sem er í endurnýjun en selst í núverandi ástandi, komin ný loftklæðning þar og klósettkassi í vegg.
Hjónaherbergi með fataherbergi innaf og einnig litlu barna / skrifstofuherbergi. Báðir veggir eru léttveggir og hægt að breyta til.
Herbergi I er rúmgott og er útgengt á vestur svalir sem liggja undir þaki.
Herbergi II er rúmgott.
Háaloft er yfir rishæðinni (geymsluloft) með niðurdraganlegum stiga. Mikið geymslupláss.
Stigi úr holinu á 1.hæð niður í kjallaran þar sem er stór bókahilla og geymslupláss. Hægt auðveldlega að opna þar yfir í íbúðina sem er í kjallaranum.
Kjallari / Aukaíbúð:
Sérinngangur að vestanverðu og
sérbílastæði þar.
Forstofa með stórum fataskáp
Sofa er rúmgóð og tengir öll herbergi saman.
Herbergi I er rúmgott
Herbergi II er rúmgott
Baðherbergi nýuppgert með flísum á veggjum og gólfi, walk-in sturta með gleri. Mora blöndunartæki, IKEA innréttingar, sérlögn í þvottavél og geymslu
Eldhús er með innréttingu, uppvöskunarvél, eldavél og ískápaplássi.
Geymsla er rúmgóð innaf eldhúsi með góðu hilluplássi.
Íbúðin er með glugga uppvið loft, ekki margir gluggar en samþykktar teikningar eru fyrir fjölgun glugga.
Verönd og Garður: Falleg ræktuð lóð með stórum afgirtum sólpöllum til suðurs og fallegur fjölbreyttur gróður.
GÓLFEFNI: Flísar eru á forstofu, holi á 1.hæð, þvottaherbergi, baðherbergjum og kjallaranum öllum. Nýlegt parket er á öðrum gólfum.
Upplýsingar frá seljanda:
Hellulagt bílaplan og stétt við aðalhúsið með hitalögn, ásamt hellulögðu bílaplani við aukaíbúðina með hitalögn.
Garðurinn var hannaður af Stanislas Bohic og endurgerður um 2005, þar á meðal var sett drenlögn meðfram húsinu.
Aðalíbúðin hefur nýlega verið máluð að innan.
Nýtt gler og gluggar eru í austurhlið hússins, auk nýlegs glers í um 34 öðrum rúðum, sem eru í góðu standi svo vitað sé.
Gervihnattadiskur sem er fastur við húsið fylgir með.
Skipta á um þakrennur og niðurföll á húsinu vorið 2021.
Hleðslustöð sett upp 2022
Heitapottur settur upp 2021
Tengigrind hitaveitu endurnýjuð að miklum hluta 2023
Fasteignamat 2025: 201.000.000 kr.