Föstudagur 18. október
Fasteignaleitin
Skráð 13. okt. 2024
Deila eign
Deila

Kleppsvegur 30

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
57.4 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
52.900.000 kr.
Fermetraverð
921.603 kr./m2
Fasteignamat
44.350.000 kr.
Brunabótamat
25.250.000 kr.
Mynd af Árni Helgason
Árni Helgason
Löggiltur Fasteignasali
Byggt 1962
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2016172
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Upphaflegar lagnir
Raflagnir
Upphaflegar raflagnir
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Upphaflegir
Þak
Endurnýjað, sjá úttekt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðvestursvalir út af hjónaherbergi
Lóð
1,59
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Úttekt hefur farið fram á ástandi hússins. Ástandsskýrsla liggur fyrir frá febrúar 2023 sem framkvæmd var af Verksýn.
Gallar
Eignin er ekki í samræmi við samþykktar teikningar þar sem hún er skráð 2ja herbergja eins og fram kemur í eignaskiptayfirlýsingu en er 3ja herbergja í raun. Það sem er eldhús á teikningu er nú notað sem svefnherbergi en eldhús hefur verið flutt inní stofurýmið.
Domusnova fasteignasala og Árni Helga lgfs. hafa fengið í einkasölu bjarta og vel skipulagða 2-3ja herbergja íbúð á 3. hæð á góðum stað við Kleppsveg fjarri umferð. Parket var lagt á íbúðina árið 2019, baðherbergið hefur verið endurnýjað og húsið er klætt álklæðningu að utan að hluta. Frábær fyrstu kaup eða til útleigu.

Stofa og eldhús í opnu rými með harðparketi á gólfi. Snyrtileg hvít innrétting í eldhúsi með lítilli uppþvottavél, bakarofni, nýju helluborði og viftu þar fyrir ofan. Flísar á vegg ofan við innréttingu. Stofan er björt með fallegu útsýni í vestur.
Barnaherbergi með fataskáp og harðparketi á gólfi, á teikningu er eldhús þarna og er eignin því ekki í samræmi við samþykkta teikningu.
Hjónaherbergi í því er fataskápur í herbergi og hurð út á suðvestursvalir með fallegu útsýni. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað fyrir nokkrum árum með hvítum flísum á veggjum og dökkum flísum á gólfi. Sturtubaðkar með glerþili við. Handlaug á vegg með spegli ofan við. Tengi er fyrir þvottavél  á baðherbergi.
Anddyri með hvítum fataskáp, góðu vinnurými og harðparket á gólfi.
Geymsla lítil 2,4 fm geymsla er í sameign. Einnig er hjólageymsla í sameign.
Nánasta umhverfi: Stutt í leikskóla og skóla, verslun og þjónusta í næsta nágrenni.
 
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent.

Nánari upplýsingar veitir:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali. í síma 663 4290 eða arni@domusnova.is 
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
 

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
03/07/202028.400.000 kr.31.500.000 kr.57.4 m2548.780 kr.
10/11/201516.200.000 kr.24.200.000 kr.57.4 m2421.602 kr.
20/08/201516.200.000 kr.11.443.000 kr.57.4 m2199.355 kr.
22/01/201313.900.000 kr.15.200.000 kr.57.4 m2264.808 kr.Nei
14/02/200711.755.000 kr.49.000.000 kr.204 m2240.196 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Samtún 12
Skoða eignina Samtún 12
Samtún 12
105 Reykjavík
64.7 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
849 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Njálsgata 94
Skoða eignina Njálsgata 94
Njálsgata 94
105 Reykjavík
57.9 m2
Fjölbýlishús
211
896 þ.kr./m2
51.900.000 kr.
Skoða eignina Skeggjagata 11
Skoða eignina Skeggjagata 11
Skeggjagata 11
105 Reykjavík
51.7 m2
Fjölbýlishús
211
996 þ.kr./m2
51.500.000 kr.
Skoða eignina Grýtubakki 22
Skoða eignina Grýtubakki 22
Grýtubakki 22
109 Reykjavík
71 m2
Fjölbýlishús
312
759 þ.kr./m2
53.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin