Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar kynnir eignina Fagurgerði 6, 800 Selfoss, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 218-5933 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðarréttindi. Eignin Fagurgerði 6 er skráð sem hér segir hjá HMS: fnr. 218-5933, birt stærð 215.5 fm.
Fagurgerði 6 er vel við haldið 152,4fm steypt einbýlishús ásamt 63fm bílskúr, samtals 215fm. Húsið er byggt árið 1965 úr steypu, eingangrað að innan, og bílskúrinn byggður árið 1991, sem skiptist í bílskúr og geymslu. 4 svefnherbergi eru í eigninni, þvottahús, eldhús, stofa og borðstofa. Árið 2020 var húsið tekið í gegn og skipt um allar raf- og vatnslagnir, hiti fræstur í gólf, nýtt gólfefni á alla eignina og ný eldhúsinnrétting sett upp. Einnig var forstofuherbergi stækkað og bætt við auka salerni inn á herbergið. Gólfefni á eigninni eru gráar flísar, m.a. á þvottahúsi, baðherbergjum, eldhúsi og í miðrými/hol og út frá baðherbergi. Í svefnherbergjum og stofu er ljóst parket. Stofan er rúmgóð og búið er að opna úr eldhúsi inn í borðstofu. Í stofunni er arinn. Svartar flísar á gólfi í eldhúsi og brún viðarlituð innrétting úr IKEA með svartri borðplötu. Gluggar í eigninni líta vel út, að undanskildu sprungu í gleri á opnanlegu fagi á eldhúsi. Baðherbergið var endurnýjað einnig árið 2020. Svartar flísar á gólfi, baðkar með sturtuaðstöðu. Skjólgóður timbursólpallur er við eignina. Búið er að leggja allar lagnir fyrir heitan pott að pallinum en ekki búið að tengja. Búið að reisa 25fm gróðurhús á steyptum grunni, hellulagt að innan, í garðinum. Stór og skjólgóður garður. Þakjárn á húsinu er nýlegt en skipt var um járn og rennur einhverntíman á árunum 2017-2019.
Bílskúrinn er rúmgóður og byggður árið 1991. Hluti af bílskúrnum var gróðurhús en var breytt sumarið 2024 í kalda geymslu. Búið er að setja ull og plasta útveggi á geymslunni. Það er ofn í geymslunni, ótengdur en hægt að tengja ef vilji er fyrir því að hafa rýmið upphitað. Skipt var um bárujárn á þaki sumarið 2024.
Hafið samband og bókið skoðun á eigninni - Kristófer s. 695-6134, kristo@olafur.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 50.000 + vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.