Sunnudagur 31. ágúst
Fasteignaleitin
Skráð 21. júlí 2025
Deila eign
Deila

Hlíð 39

SumarhúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær/Kjós-276
41.8 m2
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
24.900.000 kr.
Fermetraverð
595.694 kr./m2
Fasteignamat
20.750.000 kr.
Brunabótamat
17.900.000 kr.
ÁG
Árni Gunnar Haraldsson
Aðst.m. Fasteignasala
Eignir í sölu
Byggt 1978
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2086371
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer íbúðar
10101
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Svalir
0
Upphitun
Engin
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging

Miklaborg kynnir:


Fallegur 41,8fm sumarbústaður í Eilífsdal í Kjós

Einstaklega vel staðsettur bústaður umvafinn fallegum gróðri  í Eilífsdal í Kjós. Húsið er 41,8 fm, byggingaár 1978.  Viðargólf eru í húsinu og panelklæddir veggir. Húsið stendur ofan götu og er á 5000fm leigulóð.  Góður pallur umlykur bústaðinn og þar stendur lítill kofi sem er notaður sem áhaldageymsla. Einnig er geymslurými undir bústaðnum. Nýlega var rafmagnsheimtaug lögð að bústaðnum og eru komnir nokkrir vinnutenglar, að öðruleiti er raflögn ófrágengin. Fallegt og rólegt fjölskylduumhverfi, bústaðurinn stendur í hlíð á grónum stað með fallegu útsýni. Fjölbreytt aðstaða er til útivistar í næsta nágrenni eins og göngur inn Eilífsdalinn og að Meðalfellsvatni, fjallgöngur, klettaklifur í Valshamri og ísklifur inni í Eilífsdalnum. Berjaland er efst í landinu og bílastæði neðst. Eignin skiptist í forstofu, samliggjandi eldhús og stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu/fataskáp. Anddyri, geymslu/fataskáp og fatahengi. Eldhús er með innréttingu og gashelluborði, vask, ísskáp og örbylgjuofni.


Stofan/borðstofan er björt og með kamínu. Útgengt úr stofu á sólpall. Svefnherbergin eru tvö, annað með tvíbreiðu rúmi og einsmanns koju, hitt með rúmi og einsmanns koju fyrir ofan. Baðherbergi er með litlum vaski og wc.  Ekki sturta. Árgjald í sumarhúsafélagið er uþ..b kr. 50.000 og greiðist í tvennu lagi. Valshamar, sumarhúsafélagið, á báðar vatnsveiturnar,  vegina og girðingar umhverfis allt svæðið og leiksvæði með leiktækjum.  Verið er að endurnýja leiksvæðið. Gámasvæði með sorpflokkun fyrir framan rafmagnshlið. Um verslunarmannahelgina er fjölskylduskemmtun á vegum félagsins og brenna um kvöldið.

Hitaveita er á svæðinu og hægt að tengjast með samningi við Kjósarveitur. Rafmagnshlið er inn á svæðið. Stutt keyrsla úr bænum, ca 40 mínútur.Húsið selst með öllu innbúi.

Ítrekuð er skoðunarskylda kaupanda samkvæmt lögum um fasteignakaup nr. 40 2002



Allar frekari upplýsingar


Árni Gunnar Haraldsson Löggiltur fasteigna og skipasali arnig@miklaborg.is 861-4161


DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
02/04/202520.750.000 kr.24.000.000 kr.41.8 m2574.162 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin