Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu Rjúpufell 12, 111 Reykjavík:Fallegt og vel skipulagt endaraðhús á einni hæð með bílskúr. Í húsinu er fimm svefnherbergi. Birt stærð eignarinnar er 158,9 fm og þar af er íbúðarhluti 137,1 fm og sérstæður bílskúr 21,8 fm. Fallegur garður með nýlegum sólpall og skjólgirðing er á bak við húsið sem snýr til suðurs. Húsið stendur í jaðri byggðar og stutt er í útivistarsvæði, skóla og alla helstu þjónustu.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXEignin telur anddyri, 5 svefnherbergi, stofa / borðstofa, eldhús, sjónvarpshol, gang, baðherbergi, þvottahús / geymslu og sérstæðan bílskúr.
Nánari lýsing:
Anddyri: Rúmgott, hvítur fataskápur og kommóða, flísar á gólfi.
Sjónvarpshol: Úr anddyri er gengið í opið rými sem nýtist sem sjónvarpshol, þakgluggi sem gefur rýminu góða birtu, gólfhiti, flísar á gólfi.
Gangur: Með fataskáp, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Stór og björt stofa / borðstofa, úttgengi út í stóran og fallegan garð með suður sólpalli og girðingu, parket á gólfi.
Eldhús: Með upprunalegri innréttingu, borðkrókur, bakarofn, keramikhelluborð, korkur á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með hvítum fataskápum, útgengi út á sólpall á baklóð, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gott svefnherbergi, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Gott svefnherbergi, flísar á gólfi.
Svefnherbergi 4 og 5: Búið er að sameina tvö herbergi í eitt og auðvelt er að breyta því til baka. Stórt svefnherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi: Endurnýjað 2016. Hvít innrétting og skápur, sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús / geymsla: Er inn af anddyri, skápar og felliborð, skolvaskur, málað gólf. Lúga upp á stórt geymsluloft úr þvottahúsinu sem liggur yfir hluta hússins. Lagnir eru fyrir gestasalerni í rýminu. Inn af þvottahúsi er lítil geymsla. Flísar fylgja með.
Bílskúr: Bílskúr er 21,8 fm og er staðsettur í miðri bílskúrslengjuni á móts við inngang í raðhúsalengjuna. Í skúrnum er hiti, heitt og kalt vatn, bílskúrshurðaopnara, vinnuborð, ómálað gólf.
Húsið: Rjúpufell 2,4,6,8,10 og 12 var byggt 1974 og bílskúrar 1982.
Lóð: Sameignleg bílastæði eru fyrir framan húsin. Þaðan er gengið uppá snyrtilega hellulagða stétt / gras sem leiðir upp að húsunum. Hiti er í stétt að hluta framan við húsið. Öll aðkoman er einkar falleg og gefur húsinu góðan þokka. Á baklóð er nýlegur suður sólpallur og fallegur afgirtur garður með grasi og trjám.
Staðsetning: Smellið hér.Að sögn eiganda er búið er endurnýja eftirfarandi: * Nýr þakkantur á bílskúra.
* 2021 Nýr sólpallur.
* 2019 Nýir fataskápar í hjónaherbergi.
* 2017 Nýir ofnar og ofnalagnir.
* 2016 Baðherbergi endurnýjað.
* 2008 Þakjárn endurnýjað.
Hér er um að ræða fjölskylduvæna eign á einni hæð sem staðsett er á frábærum stað í jaðri byggðar með fallegum afgirtum garði móti há-suðri. Frábær eign sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is.