Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Norðurbyggð 8, 815 Þorlákshöfn: Um er að ræða gott og vel skipulagt 5 herbergja miðjuraðhús með rúmgóðum bílskúr. Birt stærð eignar er 167.9 fm þar af er íbúðarhluti 125.4 fm og bílskúr 42.5 fm. Húsið er staðsett í rólegri botngötu og stutt er í alla helstu þjónustu s.s. verslanir, skóla, leikskóla, íþróttamiðstöð / sundlaug og verslanir.
HÚSIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXEignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu / borðstofu, hol / gangur, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, bílskúr / þvottahús / geymslu.
Nánari lýsing: Anddyri: Rúmgott anddyri, fataskápur, flísar á gólfi. Búið er að stækka anddyrið með því að fjarlægja gestasalerni. Auðvelt er að breyta því til baka.
Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð, úr stofu er útgengt út á hellulagðan suður sólpall á baklóð, stofuskápur í stofu getur fylgt með, parketi á gólfi.
Eldhús: Með hvítri innrétting, eldavél, ísskápur og uppþvottavél fylgja með, búið er að opna eldhúsið inn í stofu, innangengt í bílskúr, parket á gólfi.
Hol / gangur: Fataskápar, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott, viðarlitaðir fataskápar, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gott svefnherbergi, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Gott svefnherbergi, parket á gólfi.
Svefnherbergi 4: Gott svefnherbergi, fataskápur, parket á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott, góð viðarinnrétting, handklæðaofn, baðker með sturtu, flísalagt í hólf og gólf.
Bílskúr / þvottahús / geymsla: Rúmgóður 42,5 fm. bílskúr, gönguhurðir út í innkeyrslu og út á baklóð, gryfja er í skúrnum sem er ca. 1,80 cm á hæð, ómálað gólf. Þvottaaðstaða er staðsett í bílskúrnum og geymsla í enda bílskúrs.
Húsið: Er steypt og byggt árið 1989. Húsið þarfnast viðhalds og að utan. Búið er að skipta um gler á suðurhlið hússins (ekki bílskúr). Ekki er húsfélag í húsunum.
Húsinu verður skilað ný naglhreinsuðu að innan og spörsluðu. Settir verða gólflistar þar sem þeir eru ekki.
Lóð: Framan við húsið er malbikuð innkeyrsla, garður með hellulagðri verönd og trjábeði, rampur er framan við húsið og gott hjólastólaaðgengi er í húsinu. Á baklóð er suður sólpallur og gras.
Staðsetning: Smellið hér.Hér er um að ræða góða og vel staðsetta eign. Þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla, sundlaug og íþróttahús. Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is.
Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.