Einstök og björt risíbúð í reisulegu húsi byggt árið 1948 við Háteigsveg 40 í 105 Reykjavík. Íbúðin sjálf er skráð 56,6 fm í Þjóðskrá en gólfflötur íbúðar er stærri eða um 70 fm.
* Frábær staðsetning í 105 Reykjavík
* Stórar suðursvalir með glæsilegu útsýni
* Tvö svefnherbergi
* Birt stærð er 56.6 m2 en gólfflötur er töluvert stærri eða um 70 m2.
* Mikið endurnýjuð eignEIGN SEM ER VERT AÐ SKOÐA!
Nánari upplýsingar veita:
Árni B. Kristjánsson B.A í lögfræði / Lgf í síma nr 616-2694 arni@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Birt stærð samkv. Þjóðskrá Íslands er 56,6 m2. Fyrirhugað fasteignamat 2025 verður 58.450.000
Eignin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi með þvottavél, tvö svefnherbergi og svalir. Geymsla undir súð og á háalofti. Sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Nánari lýsing eignar:
Sameiginlegur inngangur er með íbúð á 2. hæð. Fyrir utan inngang íbúðar er snyrtileg forstofa með fatahengi.
Stofa/borðstofa er virkilega björt og myndar skemmtilegt flæði við eldhús. Parket á gólfi.
Úr stofu er gengið út á stórar suðursvalir með frábæru útsýni.
Eldhús var áður þar sem í dag er barnaherbergi.
Eldhúsið var fært inn í stofu/alrými og kemur sú breyting mjög vel út. Eldhús er opið inn í stofu. Nýleg innrétting, innbyggð uppþvotavél, ofn, helluborð og pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum skápum. Parket á gólfi.
Barnaherbergi er þar sem áður var eldhús. Gott skápapláss undir súð. Parket á gólfi.
Baðherbergi var allt tekið í gegn árið 2021. Útbúin var aðstaða fyrir þvottavél. Walk in sturta, vegghengt WC, handklæðaofn og baðinnrétting. Flísar á gólfi og veggjum að hluta til. Nýlegur þakgluggi.
Stórir gluggar eru í miðrýminu sem gerir íbúðina sérlega bjarta og heillandi. Gott geymslupláss er bæði undir súð og á háalofti.
Sameiginlegt þvottahús er í kjallara. Stór og snyrtilegur garður. Sameiginlegur hjólaskúr settur upp sumar 2024.
Árið 2010 var húsið múrviðgert og málað að utan.
Árið 2017 voru kvistgluggar íbúðarinnar endurnýjaðir í heild (í eldhúsi, svefnherbergi og stofu).
Árið 2020 var húsið drenað og einnig voru skólplagnir myndaðar og lagaðar.
2021 eldhús fært í alrými, baðherbergi endurnýjað í heild sinni, rafmagn endurnýjað, gólfefni endurnýjað og settur gólfhiti við svalirnar, ofnar og ofnalagnir endurnýjaðar. Framkvæmdir unnar af fagaðilum.
Um er að ræða sjarmerandi eign á vinsælum stað í borginni og er í göngufjarlægð frá matvöruverslunum, Sundhöllinni, Klambratúni/Kjarvalsstöðum og Hlemmi. Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.