Þriðjudagur 9. september
Fasteignaleitin
Skráð 9. sept. 2025
Deila eign
Deila

Grensásvegur 1E

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
108 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
104.900.000 kr.
Fermetraverð
971.296 kr./m2
Fasteignamat
82.150.000 kr.
Brunabótamat
72.750.000 kr.
Sæþór Ólafsson
Lögg. fasteignasali
Eignir í sölu
Byggt 2022
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2514339
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer íbúðar
10507
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Svalir
0
Lóð
0.43
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging

Miklaborg og Sæþór Ólafsson kynna :

Glæsilega 3ja herbergja íbúð með tveimur baðherbergjum á efstu hæð með aukinni lofthæð á Grensásvegi 1E (507).

Íbúðin er í göngufæri við alla almenna þjónustu í Glæsibæ og Skeifunni. Íbúðin er skráð skv Þjóðskrá 108 fm í góðu nýlegu lyftuhúsi með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, aðgengi að bílastæðum í bílakjallara með áskrift.

Allar nánari upplýsingar veitir Sæþór Ólafsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 855-5550 eða saethor@miklaborg.is




Nánari lýsing;

Komið er inn í forstofu með góðum vönduðum fataskápum sem ná upp í loft.

Alrými íbúðinnar er bjart og fallegt með eldhúsi, stofu og borðstofu í sama rými. Fallegar samrýmdar og sérsmíðaðar innréttingar frá IWA

Í eldhúsi eru vönduð rafmagnstæki frá Bosch, innfeldur ísskápur, innbyggð uppþvottavél, spanhelluborð, ofn og vifta yfir eyju. Falleg og vönduð innrétting með góðu skápaplássi.

Úr stofu er útgengi á svalir sem snúa í vestur og inní garðinn. Þvottaherbergi er innaf eldhúsi með innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.

Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, hjónaherbergi með fataherbergi innaf og sér baðherbergi með sturtu. Barnaherbergi með fataskáp.

Gófhiti er í öllum rýmum og handklæðaofn á baðherbergjum. Baðherbergi og þvottaherbergi eru flísalögð með flísum frá Casalgrande Padana. Hreinlætistæki eru frá Grohe og sturtuklefi með hertu sturtugleri.

Eigninni fylgir sérgeymsla í sameign, skráð 6 fm.


Aðgangur er að bílakjallara hússins með áskrift, hægt er að velja um sólarhringspassa eða kvöld og næturpassa.

Húsfélagsgjöld eru kr. 27.434 á mánuði, Innifalið í húsgjöldum er almennur rekstur, rafmagn í sameign, húsvarsla, ræsting sameignar og rekstur lyftu. Hægt verður að fá aðgengi að hleðslustöðvum í bílakjallara.


Virkilega falleg eign miðsvæðis í borginni með öll nútímaþægindi!


Nánari upplýsingar veita:

Sæþór Ólafsson löggiltur fasteignasali / s.855-5550 / saethor@miklaborg.is



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.


Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.


Um ástand einstakra eignarhluta:

Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:


Nýtt - Eignin er nýleg.

Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.

Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.

Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.

Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.

Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.

Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.

Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
16/05/20226.490.000 kr.89.900.000 kr.108 m2832.407 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Grensásvegur 1E
_6__5974.jpg
Skoða eignina Grensásvegur 1E
Grensásvegur 1E
108 Reykjavík
108 m2
Fjölbýlishús
322
971 þ.kr./m2
104.900.000 kr.
Skoða eignina Hólmgarður 34
Opið hús:21. sept. kl 13:00-13:30
Skoða eignina Hólmgarður 34
Hólmgarður 34
108 Reykjavík
120.8 m2
Fjölbýlishús
322
827 þ.kr./m2
99.900.000 kr.
Skoða eignina Melgerði 31
Skoða eignina Melgerði 31
Melgerði 31
108 Reykjavík
144.6 m2
Hæð
624
737 þ.kr./m2
106.500.000 kr.
Skoða eignina Bústaðavegur 101
Bústaðavegur 101
108 Reykjavík
134.5 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
614
839 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin