Valhöll kynnir til sölu fallegt og vel skipulagt einbýlishús á vinsælum stað í Kórahverfinu í Kópavogi. Húsið er 386 fm stærð og er á tveimur hæðum með góðum bílskúr. Mögulegt er að vera með aukaíbúð.
* 5 svefnherbergi
* 3-4 baðherbergi
* Aukaíbúð möguleg
* Stórt alrými
* Rúmgóður bílskúr
* Heitur pottur
Nánari lýsing:
Efri hæðin skiptist í forstofu, bílskúr, tvö baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og þrjú svefnherbergi.
Neðri hæðin skiptist í sjónvarpsrými, svefnherbergi, þvottahús, tvær geymslur (mögulegt að útbúa baðherbergi úr annarri geymslunni) og rýmið þar sem hægt er að vera með aukaíbúð, en það rými skiptist í forstofu, stofu, svefnherbergi og baðherbergi.
Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.